Skírnir - 01.09.2005, Page 219
(Gangandi íkorni 7) Hann vitnar í söguna af Prins Valiant og „görótta
drykknum í þokuhöllinni“ en þrátt fyrir ítrekaða leit hefur atriðið ekki
fundist þar. Þetta kveikir þó vitundina um hið heilaga gral Parcivals sögu
með öllum þess vísunum sem getur leitt hugann alla leið til Eyðilands
Eliots.
Ein uppáhaldshetja Sigmars úr sagnaheiminum, Allan Quatermain, er
aðalpersóna í sögum eftir H. Rider Haggard, Námum Salómons konungs
og bók sem heitir Allan Quatermain með undirtitilinn Ex Africa semper
aliquid novi. Þessar bækur Haggards munu hafa verið vinsælt lesefni hér
á landi um og eftir miðja 20. öldina, einkum sú fyrrnefnda. Fyrst hefur ís-
lensk þýðing Einars H. Kvaran á Allan Quatermain borist hingað frá
Winnipeg, þar sem hún kom út árið 1892 en sagan var svo gefin út í
Reykjavík árið 1946.18
Sigmar kynnir hetjuna svo:
Ég leggst í rúmið og tek Allan Quatermain bókina og fletti upp á síð-
ustu blaðsíðunni einu sinni enn. Les um dauðateygjur hans, æðrulaust
bros, kreppta hönd um hornspangargleraugu. Svo oft hef ég horft á
Allan Quatermain deyja, að þessi átakanlega lína um gleraugun gerir
ekki annað en vekja mér forvitni um hvort glerin hafi brotnað. (Gang-
andi íkorni 18–19)
Með þessari dramatísku senu gefur Sigmar grunlausum lesendum sínum
langt nef, því Allan Quatermain í samnefndri sögu notaði ekki gleraugu
og því fer fjarri að dauðastund hans sé lýst svo á síðustu síðu. Við dánar-
beð hans er aftur á móti talað um einglyrni vinar hans, Goods (409–10).19
Saga Quatermains er afar athyglisverð með tilliti til túlkunar á Gangandi
íkorna og frásagnartækni hennar. Þetta er ferðasaga þriggja enskra hefð-
ugla sat á kvisti 449skírnir
sögum Gyrðis er missir sjónar oft mikilvægt atriði myndmáls. Á fyrri öldum
virðast einhverjar hugmyndir hafa verið uppi um að menn gætu misst sjónina
ef þeir formæltu sólinni. Jón Grunnvíkingur segir til dæmis um skáldið Sigurð
blind: „Er sagt hann hafi mist sjónina af því að hann hafi formælt sólunni einu
sinni þá hann út kom“ (Add. B. U. Hafn. Nr. 3 (áður 23) fol., bls. 144).
18 Af einhverjum orsökum hefur bókin Námur Salómons konungs líklega verið
vinsælli og því verið gefin oftar út hér á landi en Allan Quatermain. Á Þjóð-
deild Landsbókasafns eru varðveitt þrjú eintök af Allan Quatermain; frumút-
gáfan frá Winnipeg í einu eintaki og sitt hvort eintakið af 2. og 3. ljósprentun
sem voru gefnar út hér í Reykjavík.
19 Tilvitnanir á íslensku eru sóttar í útgáfu Jóh. Eyjólfssonar: Allan Quatermain.
Skáldsaga, Reykjavík 1946.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 449