Skírnir - 01.09.2005, Page 220
armanna um undarleg og ókönnuð lönd Afríku. Með þeim var göfugur
heiðingi, Zúlumaður, í för, og Frakki, ekki jafn göfugur. Eftir miklar
raunir komust þeir á áfangastað, landið Zu-Vendis. Sagan er skrifuð á 19.
öld, kom fyrst út árið 1887. Uppistaðan er dagbók Allans Quatermains
sem undir lokin kveður lesendur á banabeði sínum. Þá tekur við kafli sem
ber titilinn „Ritað af öðrum“ (406) og er sá undirritaður af ferðafélaga
Allans, Henry Curtis. Hann segir að þeir hyggist loka einu aðgönguleið-
inni til landsins til að forða því frá upplausn og syndum umheimsins;
Frakkinn Alphonse ætli að halda til Evrópu aftur og þannig muni þessi
bók komast í hendur manna. Curtis lýsir dauðastund Quatermains og út-
för og bætir við dálitlum leiðréttingum þar sem Quatermain hafi ekki
farið alveg rétt með staðreyndir um sjálfan sig í skrifum sínum. Hann
bætir líka við eftirskrift, segir frá fæðingu sonar síns og innfæddrar konu;
þetta sé fullkominn Englendingur með liðað hár og blá augu og hinn
stolti faðir segir:
Sonurinn er hrokkinhærður, bláeygur ungur Englendingur að yfirlit-
um, – og þó að honum sé ætlað, ef hann lifir, að erfa Zu-vendis-kon-
ungsríkið, þá vona eg, að eg verði fær um að ala hann svo upp, að hann
verði það, sem enskur gentlemaður á að vera, og venjulega er – enda
er það í mínum huga jafnvel göfugra og tígulegra heldur en að vera
fæddur ríkiserfingi í hinni miklu Stigaætt, og sannast að segja sú æðsta
tign, sem nokkur maður getur öðlast á þessari jörð. (416)
Það er spaugilegt að skoða þessa eftirskrift í ljósi enskrar heimsveldis-
stefnu og harla ólíkleg draumsýn að þessi drengur með slíka eðliskosti
muni sætta sig við að vera innilokaður í landi sínu.
Á eftir þessu kemur önnur eftirskrift undir titlinum „Athugasemd.
Eftir Georg Curtis“ (417) en sá er bróðir og erfingi Henrys Curtis í
Englandi. Hann bætir við staðreyndum, segist hafa fengið handritið í
pósti og því muni Alphonse hafa komist til Evrópu. George Curtis slær
því botninn í ferðasöguna með sínum viðbótum.
Þriðja eftirskrift birtist í lokakafla bókarinnar sem nefnist „Author-
ities“ (303) og er undirrituð af höfundi hennar „The Writer of “Allan
Quatermain”“ (304) en af einhverjum ástæðum hefur íslenskum þýðanda
eða útgefanda ekki þótt ástæða til að láta þau fylgja. Þar eru nefndir
nokkrir bókatitlar og staðreyndir sem hugsanlega hafi haft áhrif á tilurð
sögunnar. Glettnisleg lokaorð sýna að hann er meðvitaður um vald höf-
undar á texta sínum og hvernig mismunandi sjónarhorn geti litað frásagn-
ir manna:
valgerður kr. brynjólfsdóttir450 skírnir
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 450