Skírnir - 01.09.2005, Page 221
Finally, I may say that Mr. Quatermain’s little Frenchman appears to
belong to the same class of beings as those young English ladies
whose long yellow teeth and feet of enormous size excite our hearty
amusement in the pages of the illustrated Gallic press. (303–304)20
Þýðandi hefur einnig sleppt tileinkun höfundar til sonar síns í upphafi
bókarinnar, þar sem hann tekur undir orð Henrys Curtis um að hið eftir-
sóknarverðasta í heimi hér sé að hafa „the state and dignity of English
gentlemen.“ (v)
Skáldskapur á ofanverðri 19. öld er jafnan kenndur við raunsæi og þar er
því lítið um sjálfsögur.21 Þess vegna er sagan um Allan Quatermain, með
öllum sínum eftirmálum og jafnvel athugasemdum sögumanns (AQ) neð-
anmáls, athyglisvert dæmi um þess konar skáldskap og skiljanlegt hvers
vegna Gyrðir vitnar til hennar í þessum bókum.
Tengja má síðasta ferðalag Quatermains og félaga hans vangaveltum
um tilgang listamannsins sem alltaf leitar fullkomnunar en kemst aldrei á
leiðarenda – má aldrei ná þangað. Borgin sem þeir finna heitir Milosis, en
Quatermain segir að það megi útleggja sem „The frowning city“ og það
er skýrt svo innan sviga: „(from mi, which means city, and losis, a
frown)“. (144) Íslenski þýðandinn nefnir hana Borgina ógnandi (192), en
sleppir útskýringunni. Síðar kemur í ljós að borgin ber þetta undarlega
nafn vegna þess að byggingar hennar og einkum gullsleginn stigi upp til
hallarinnar eru svo yfirþyrmandi listaverk að maður sem stendur frammi
fyrir þeim hljóti að hafa það á tilfinningunni að borgin líti niður á hann
með vanþóknun. Quatermain líkir henni við skáldskap:
Það var sízt að undra, þó hún væri kölluð „Borgin Ógnandi“, því að
það var alveg eins og þessi stórvirki úr eintómum granítsteini litu
harðýðgislega niður á okkar lítilleik frá þeirra alvarlega ljóma. Þannig
var þetta jafnvel í sólskininu, en þegar kólguskýin söfnuðust saman
yfir hennar tignarlegu brúnir, þá sýndist [hún] líkari yfirnáttúrlegum
bústöðum, eða einhverri skálda-ímyndan, en því sem hún er – for-
gengileg borg, höggvin út af listamönnum liðinnar aldar, í þögulli
fjallakyrrðinni. (195)
ugla sat á kvisti 451skírnir
20 Tilvitnanir á ensku eru fengnar úr enskri útgáfu sögunnar: H. Rider Haggard:
Allan Quatermain. Ex Africa semper aliquid novi, Lundúnum 1949.
21 Christensen: The meaning of metafiction, bls. 9–12.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 451