Skírnir - 01.09.2005, Page 224
honum upp. Í eldhræðslu Sigmars felst þversögn. Hann lætur sig dreyma
um
… stýrimennsku á sjöhafaskipi sem aldrei strandar, kemur mánaðar-
lega við í Esbjerg að taka eldspýtnafarm… (Gangandi íkorni 54)
Í Næturluktinni stendur Sigmari enn ógn af eldi. Það sýna viðbrögð hans
þegar hann býst við refsingu fyrir að bera snjó inn á gólf. Hann heyrir
Björgu opna viðarbútsbrennarann og ýtir skúffunni með íkornanum
ósjálfrátt lengra inn. (25) Síðar ímyndar hann sér að rafmagnsofninn með
gormaþráðunum sé fangelsi með rimlum sem standi í ljósum logum og
inni fyrir séu dvergar sem veina en enginn heyrir til þeirra.25 Í framhaldi
af þessu öllu er kaldhæðnislegt að jólagjöf Sigmars frá móðurinni er
brunabíll:
Það er rauður brunabíll, nokkuð skemmtilegur. Með litlum bruna-
slöngum og geymi sem hægt er að setja vatn í.
„Gott að hafa hann ef kviknar í jólatrénu,“ segir Ágúst. (Næturluktin
54)
Þroskasaga
Þegar borgarbarnið Sigmar kynnist nálægð dauðans í sveitinni fyllist
hann ótta, og ofan á það bætist vitundin um að sonur hjónanna er dáinn.
Hann segir ekki hvernig, veit það kannski ekki, en hann þjáist af ótta um
sitt eigið líf, gælir jafnvel við tilhugsunina um að deyja, grefur sér gröf.
Óhugnaðurinn er byggður upp smátt og smátt, í hugrenningum hans,
með tengingu orða og atburða, og vísunum í allar áttir.
Þríkrossuð flaska með blettavatni stendur á hillu inn á milli fiskbúð-
ingsdósa. Ágúst segir að skemmdur fiskbúðingur úr einni dós nægi til
að drepa alla Svíþjóð. (Gangandi íkorni 11–12)
Þetta er hryllileg tilhugsun fyrir barn og við hljótum að velta fyrir okkur
hvort hann hafi í einhverjum af ævintýraheimum sínum gælt við tilhugs-
unina um að eitra fyrir þeim eða bara sjálfum sér. Þessi setning Ágústs er
um leið lýsandi fyrir andrúmsloftið á bænum, þunglyndi og tal um dauða
og veikindi. Í Næturluktinni er þessu fylgt eftir með útskýringum. Sigmar
hefur sett neftóbak saman við kaffið og það kemst upp. (15) Auk þess hef-
valgerður kr. brynjólfsdóttir454 skírnir
25 Þetta er ekki ný sýn hjá Gyrði (Kristján B. Jónsson: http://www.bokmenntir.is
(undir Gyrðir Elíasson, Um höfundinn)).
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 454