Skírnir - 01.09.2005, Page 228
vera hjá þeim í vetur, og ég hef ekkert á móti því að drekka sterkara
kaffi en áður. (Næturluktin 11)
Skammarstrikum hans fækkar og sögur hans virðast trúverðugri og opin-
skárri. Andstætt fyrri sögunni segir hann nú frá jákvæðum atburðum og
sýnir í hug sinn:
Frammi í ganginum klæði ég mig í útiföt, fer í úlpu og stígvél, set á
mig prjónahúfu og rósótta vettlinga sem konan á næsta bæ gaf mér
einusinni þegar ég fór með rjóma í brúsa til hennar. Þar var engin kýr.
Þetta var rjómi sem ég hafði skilið sjálfur í skilvindunni. Mér þykir
gaman að snúa skilvindunni og hlusta á hljóðið frá henni sem er dul-
arfullt og seiðandi einsog hafniður í kuðungi sem er borinn að eyranu.
(Næturluktin 32–33)
Tilfinningar, sem áður var aðeins lýst í hálfkveðnum vísum eru nú nefnd-
ar sínu rétta nafni, til dæmis þegar Sigmar fréttir af láti föður síns:
Samt finn ég að tárin eru að brjótast fram, einsog kaldavermsl undan
klakabrynjuðu hamrabelti í Dimmufjallinu. En mér tekst að halda aft-
ur af þeim, og augun í mér þiðna ekki. Ég horfi þessu freðna augnaráði
á dádýrin á dúknum. Þau skokka letilega inn í þéttan kynjaskóginn,
þangað sem ég hef svo oft fylgt þeim í huganum. (Næturluktin 22)
Þegar Sigmar les orðin sem renna af penna Bjargar og samsinnir þeim,
segir „Þetta er rétt“ (Næturluktin 28), má skynja að hann er runninn sam-
an við heim þeirra hjóna. Hann sér veröldina með sömu gleraugum og
þau. Í Gangandi íkorna valdi hann sjálfum sér hlutverk íkornans úr dýra-
bókinni af því hann vildi verða góður:
Og þarna er mynd af íkorna með hnetu í framloppunum, meinleysis-
legum á svip. Það stirnir á rauðleitan feld. (Gangandi íkorni 48)
Í Næturluktinni gengur hann enn lengra þegar hann tálgar til nýtt
sjálf, lítinn íkorna úr tré.27 Lætur eftir sér að hlú að því og býr um hann í
koddaverinu sínu í lokaðri skúffu. (32) Verkið er fullkomnað í jólagjöf frá
Ágústi:
valgerður kr. brynjólfsdóttir458 skírnir
27 Menn hafa bent á að myndmál Gyrðis einkennist oft af skörpum línum. Hann
notar hnífa og tálgar myndir sínar, sjá t.d. umfjöllun hjá Ástráði Eysteinssyni:
„Myndbrot frá barnæsku“, bls. 203–204 og Sveini Yngva Egilssyni: „Með nátt-
blindugleraugun“, bls. 110.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 458