Skírnir - 01.09.2005, Blaðsíða 233
Birtingarmyndir af líkamsástandi
Myndheimar Haraldar Jónssonar
Fáir íslenskir listamenn eru jafn meðvitaðir um líkamann, upp-
runa skynjunarinnar, barnæskuna, reynsluna og tímann og Har-
aldur Jónsson. Flest verka hans fjalla um hvernig náttúruleg og
menningarleg fyrirbæri eins og myrkur og ljós hafa varanleg áhrif
á það hvernig tilfinningar mótast, hvernig einstaklingurinn sér og
upplifir heiminn.
Haraldur Jónsson fæddist í Helsinki árið 1961. Hann fór til
náms í frönsku í Montpellier strax eftir stúdentspróf og varð þar
fyrir sterkum áhrifum frá frönskum menningarheimum, jafnt
hversdagslegri raunveruleikasýn kvikmyndagerðarmannsins Eric
Rohmer (f. 1920) sem háleitum spíritisma myndlistarmannsins
Yves Klein (1928–1962).
Haraldur innritaðist í Myndlista- og handíðaskólann árið 1984
og stundaði framhaldsnám við Listakademíuna í Düsseldorf árin
1987–1990. Þá sneri hann aftur til Frakklands og nam við Institut
des Hautes Études en Arts Plastiques veturinn 1991–1992.
Haraldur er myndhöggvari sem vinnur jöfnum höndum í ólíka
miðla, gerir skúlptúra, teiknar, skrifar ljóð og leikrit, gerir hljóð-
verk og myndbönd og tekur ljósmyndir.
Sýning Haraldar, The Story of Your Life, í myndasal Þjóð-
minjasafns Íslands 16. júní–18. september 2005 er fyrsta sýning
myndlistarmanns í safninu eftir að það opnaði í nýjum búningi í
september 2004. Í því sambandi er vert að rifja upp að upphafs-
menn Þjóðminjasafnsins, þeir Helgi Sigurðsson (1815–1888) og
Sigurður Guðmundsson (1833–1874), voru báðir menntaðir í
dráttlist í Konunglega listaskólanum í Kaupmannahöfn auk þess
sem Helgi hafði lært ljósmyndun.1 Sýning Haraldar í Þjóðminja-
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Skírnir, 179. ár (haust 2005)
1 Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I. bindi, Reykjavík:
Helgafell 1964, 29–44, og Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi
1845–1945, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og JPV 2001, 216.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 463