Skírnir - 01.09.2005, Page 234
safninu býður því upp á þá hugmynd að þjóðminjasafn sé í sjálfu
sér innsetning hluta og að aðdráttarafl þess byggi jafnt á tilfinn-
ingalegum, sjónrænum og fagurfræðilegum tengslum sem gestir
mynda við safngripina og vitsmunalegri túlkun þeirra.
Haraldur vinnur ætíð út frá þeirri gefnu forsendu að rými sé
ljós, hljóð, lykt og minning.2 Verk hans mótast af ímynduðum
snertipunkti hugar, líkama, rýmis, reynslu og minnis. Sýningin
The Story of Your Life3 er innsetning í því sögulega og efnislega
samhengi sem sýningarrými Þjóðminjasafnsins býður, samtal við
stofnunina, gripi safnsins, jafnt sem minningu áhorfandans um
eldri gerð þess. Hér er því ekki um að ræða hefðbundna ljós-
myndasýningu á myndum sem eru oftast hengdar upp í einfaldri
röð á vegg í þeim tilgangi að koma upplýsingum eða ákveðnu fag-
urfræðilegu sjónarhorni á framfæri.
Myndirnar eru rammaðar inn í hefðbundna dökka tréramma
safnsins og hengdar þétt í „salon“-upphengingu á stakan vegg
myndasalarins. Þannig birtist verkið áhorfandanum sem ein heild,
smæð myndanna dregur hann að yfirborði þeirra og lætur hann
rýna í þær á sama hátt og við sem munum sýningarglugga safnsins
eins og þeir voru, settum nefið að rúðunni og urðum fyrir sjón-
rænum áhrifum sverða og beina, í bland við einkennilega lykt af
gömlum hlutum, brekánum og söðuláklæðum.
Eins og segir í sýningarskrá, þá varpar ljósmyndasyrpa Har-
aldar, The Story of Your Life, ljósi á margbrotið eðli ljósmyndar-
innar, náin og flókin tengsl hennar við einstaklinginn, raunveru-
leikann, umhverfið, tímann, frásögnina og minnið.4 Haraldur not-
ar franska orðið exemplaire til að lýsa viðfangsefni sínu. Orð sem
bæði er nafnorð fyrir eintak (sýnishorn) af einhverju og lýsingar-
orð fyrir eitthvað sérstakt. Þessi skilgreining Haraldar tengir
myndirnar við rýmið í Þjóðminjasafni Íslands, þar sem hver safn-
gripur felur í sér bæði hið dæmigerða og hið einstaka, brota-
æsa sigurjónsdóttir464 skírnir
2 DV, 15. febrúar 2003.
3 Verkið var sýnt í annarri samsetningu á sýningunni Violence of tone í W139 í
Amsterdam árið 2004. DV, 13. maí 2004, 15.
4 Haraldur Jónsson, The Story of Your Life, texti Æsu Sigurjónsdóttur, Sýningar-
skrá, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2005.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 464