Skírnir - 01.09.2005, Page 242
frá Aristótelesi.15 Þetta er augnablikið þegar einstaklingurinn
mætir raunveruleikanum í sínum innsta kjarna og skarð eða sár
myndast á milli veruleika (reynslu) og skynjunar.16
Haraldur skynjar tengsl ljósmyndarinnar við raunveruleikann
sem sár. Hann segist taka myndir þegar hann sér glitta í sárið sem
aðskilur hið ytra og hið innra rými. Myndirnar verða ljósmyndir
af undirmeðvitundinni, á mörkum hins innra og hins ytra.17 Þessi
mörk skilgreindi Haraldur í verkunum Himinn, matt og glans
(1991) og 37° C (1997). Þar endurspeglast blátt alltumlykjandi
ytra rými loftsins (andardráttarins) og rautt, innra rými blóðrásar-
innar, flæðandi heitt. Annað afmarkað, innilokað í fangelsi líkam-
ans. Hitt endalaust tóm án ytri takmarkana.
Verkið Himinn, matt og glans samanstendur af 36 ljósmyndum
eða einni filmu af heiðbláum himni. Myndirnar voru framkallað-
ar með þeim tveimur áferðum sem framköllunarfyrirtæki buðu
upp á. Þeim var síðan raðað upp hlið við hlið, þannig að þær
mynduðu tvo glugga, annan mattan og hinn glansandi á einum
vegg sýningarrýmisins. Verkið tengist 37° C myndröðinni sem
sýndi myndir af upplýstu blóði eins og það kemur fyrir í smá-
sjárauga meinatæknisins. Myndirnar voru stækkaðar upp og
héngu 30 saman eftir endilöngum vegg í sýningarsal Sævars Karls.
„Myndirnar minntu á kýraugu í skipi úti á rúmsjó“18; áhorfand-
inn horfði inn en um leið út og yfir rautt hafið.
Þótt myndir Haraldar sýni hversdagslega hluti, staði og kring-
umstæður sem allir þekkja, þá eru myndirnar augljóslega af ein-
hverju öðru en þær sýna. Næturmyndir, þvottur á snúru um nótt,
gólftuska sem hniprar sig saman í fósturstellingu, hendi sem tekur
æsa sigurjónsdóttir472 skírnir
15 Roland Barthes, La chambre claire. Note sur la photographie, París: Cahiers du
cinéma Gallimard Seuil 1980, 15.
16 Roland Barthes, La chambre claire. Note sur la photographie, París: Cahiers du
cinéma Gallimard Seuil 1980, 42.
17 Bréf frá Haraldi dagsett 7. september 2005. Fræðimenn hafa líkt ljósmyndinni
við sár eða „trauma“, sbr. Ulrich Baer, Spectral Evidence. The Photography of
Trauma, Cambridge MA: MIT Press 2002. Sjá einnig óprentaða ritgerð Sigrún-
ar Sigurðardóttur, Det traumatiske øjeblik. Fotografiet, differancen, tiden, hi-
storien og mødet med virkeligheden, Kaupmannahöfn 2003.
18 Bréf frá Haraldi dagsett 7. september 2005.
Skírnir haust 05 RÉTTUR 23.11.2005 13:54 Page 472