Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
inn, og gekk það fremur illa, enda aldrei gert það fyrr,
ogvarð auk þess að sitja við þetta inni í tjaldi. Um kvöld-
ið fór að rigna töluvert á suðaustan, en hingað til liafði
verið vestangola eða logn.
Þrándur svaf eins og steinn alla nóttina næstu, en ég
slitrótt veg'na kulda og óliægðar. Sama veður liélzt uni
nóttina og fram á morguninn, svo að ég kveið hálfvegis
fyrir því að fara út. Vindur var nú orðinn hvass á aust-
an og kalt i veðri. Við tókum þvi tjaldið upp og flutt-
um það í nýtt skjól. Mér datt nú í hug, að illt væri, ef
smiðirnir kæmu til húsbyggingarinnar og enginn væri
til grunnurinn. Ég tók mig því til og mældi fyrir liús-
inu og fór að grafa grunninn. Þarna var bezta skjól
fyrir suðaustanrigningunni, liægt að vinna þar i sæmi-
legu veðri, þó að hryssingsstormur og rigning væru í
kring. Ég vann sleitulanst í þrjá klukkutíma og var þá
langt kominn að grafa grunninn, átti aðeins eftir að
moka hurtu nokkurri mold og hreinsa til, enda er þarna
stutt niður á klöpji.
Þennan dag fengum við heimsókn i eyna. Bóndinn
í Hrappsey fór fram lijá og! kom rétt i land til þess að
lieilsa upp á okkur. Hann hafði verið að flytja dóttur
sína til spurninga upp í Dagverðarnes, en þar átti hún
að fermast að tæjiri viku liðinni.
Mjólk okkar var nú þrotin. Við borðuðum kvöldmat
í fyrra lagi og lögðum síðan af stað í 2. sinn i mjólkur-
sókn til Purkeyjar. Nú var stutt til háflæðar og stinn-
ingskaldi á móti. Vélin reykti, sem fyrr, og gekk illa,
svo að ég varð að róa undir, annars dró varla á móti
vindinum. Við lentum nú slysalaust inni undir bæ í
Purkey og settumst þar enn að góðgerðum. Um kl. 8
var mjólkin til, ný úr fjósinu, en þegar við ætluðum
af stað, sást til mótorbáts, og þóttust menn kenna þar
Arneyjarbátinn. Við biðum þvi um stund. Þetta voru
þeir Arneyjarfeðgar og höfðu ætlað að finna okkur í
Klakkeyjum, en gripið i tómt. Þeir drögu okkur síðan