Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
SKULDASKIL
-J'\riítján (jiA&íauffíion, rititjóra
Hittir þú mig eftir eitt eða tvö hundruð ár,
og ætlir að fara að kanna lífsviðhorf mitt,
þá minnstu, að ég lifði á öld þegar tregi og tár
tóku alla veröld í þrautprófað hagkerfi sitt.
Minnstu þess blóðs, sem úthellt að ósekju var,
egðingar margs þess, er fegurst var greipt í stein,
aldar, sem út á vígvelli börnin sín bar,
og börnin urðu að deyja þar særð og ein.
Kynntu þér vel það, sem eyddi eldur og blý,
ef til vill bera þess merki þín framtíðarlönd,
logarnir teygðu sig upp fyrir efstu ský,
og ofan í sædjúpin fátmaði dauðans hönd.
að fikta ci Ithvað við vélina og von bráðar fór hún í
gang og gekk nú með fallegn hljóði og án þess að ósa,
en báturinn þaut áfram, eins og gamall og þaulreynd-
ur trillubátur. Það veldur liver á heldur.
Um nóttina gistum við i Arney og' vorum fluttir til
Stykkishólms morguninn eftir og' komumst til Reykja-
víkur um kvöldið og segir ekki af þeirri ferð.
Guðmundur Thoroddsen.