Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
Já, brúðhjón, lífsins leið er mijrk,
það löngnm gleði rænir;
því biðjum hann um hjálp og styrk,
sem heyrir allra bænir.
Ó, hvað eru lífsins höpp og hrós,
sem hér um margir glíma, —
það eru aðeins lítil Ijós,
sem loga stuttan tíma.
En eitt er stöðugt, eitt er bezt,
sem andinn þráir lúinn,
og hvað hinn hrellda kætir mest,
er kærleikur og trúin.
Því gleymið aldrei ást og dyggð
um ævibrautu stranga,
og hafið æ á hellu byggð,
ef hret og stormar ganga.
Það eitt mun lina lífsins þraut,
en láti herrann falla
hér gleði og auðnu’ í ykkar skaut,
það ei mun rósemd halla.
Svo gangið áifram lagða leið
og látið ekkert buga,
því guð vort ævi skammtar skeið,
það skal og má vel duga,
og verið jafnan viss um stoð
og vernd og líkn af hæðum;
ef drottins heilög haldið boð,
þið hljótið nægð af gæðum.
JI e r d í s Andrésdóttir.