Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 27
BREIÐFIRÐINGUR
25
við ráð fyrir að eiga greiða leið til baka að minnsta
kosti í hálftíma. Við gengum nú nokkuð um Stekkjar-
eyna, en enginn tími var til þess að fara upp á Klakka.
enda var varla veður til þess. Réttum hálftíma síðar kom-
um við aftur og var þá sjór kominn í Guðnýjargat. Nú
var úr vöndu að ráða, því að þarna yrðum við að dúsa
rúma 6 klukkutíma, kæmumst við ekki yfir. Við vorum
háðir stígvélaðir og lögðum í sundið, en það reyndist
nokkuð djúpt. Þrándur varð því eftir í Stekkjarey og
leit eftir kolluhreiðrum, en ég komst yfir með því að
vaða nokkuð upp yfir linéliá stígvélin.
Við biðum nú hvor í sinni evju þaugað til kl. 5 e. h.,
að ég kom hátnum á flot aftur og gat farið að sækja
Þránd. Við höfðum nú, þessa 2 fyrstu daga, lært byrj-
unaratriði eyjamenningarinnar, að taka þarf tillit ti)
sjávarfallanna og lielzt að vita hvernig stendur á sjó
á liverjum tíma sólarhringsins. Við notuðum nú tæki-
færið, úr því að við vorum á annað horð komnir á flot,
til þess að fara út í Skertlu, sem líka heyrir til Klakk-
eyjum, og ganga um hana. Þar sáum við toppskarf á
lireiðri og var hreiðrið í sjávarhömrum, en þó liægt að
komast nokkuð nálægt því. Þetta var nokkuð stór laup-
ur, að mestu úr þaraþönglum, og skarfurinn lá fast á,
enda hefir hann líklega þótzt nokkurn veginn öruggur
fyrir okkur. En ekki var honum þó um okkur, það sá-
um við á því, hvernig fjaðrirnar risu á honum og topp-
urinn stóð beint upp í loftið. En vel fór’ hreiðurlaupur-
inn þarna í hömrunum, með þessum tígulega fugli. Frá
Skertlu sigldum við norður með Klökkunum og skoð-
uðum fýlabyggðina þar, en síðan gegnum Guðnýjargat
og lieim í vör, og var þá komið að matmálum.
Næsta dag var fremur leiðinlegt veður, rigning við
og við, en logn á sjóinn oftast nær og fallegt þegar upp
birti. Jarðabæturnar varð ég að láta eiga sig þennan
dag, gat ekki unnið að þeim fyrir liarðsperrum. Ég fór
því að fella hrognkelsanet, sem ég hafði riðið um vetur-