Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 49
EREIÐFIRDINOUH
Á Þorskafirði. Ljósm.: Halldóra Jónsdóttir. (Grcin á bls. 80).
liið eina, sem lialdizt hefir rétt, af öllum þcim nöfnum,
sem kunna að Iiafa myndast af nafni Geira austmanns
við Ivróksfjörð.
Eins og' áður er getið, þá var héraðið, Króksfjörður,
löngu numið, þegar Geiri fluttist vestur, en þó getur
vel verið, að þessi litli dalur hafi verið óbyggður, og tel
ég það mjög líklegt, því litlar slægjur eru þar í daln-
um og túnstæði slæmt við hæinn. Næsti bær við Gauts-
dal er Ingunnarstaðir og eru þar miklar og góðar engj-
ar. Líklegt þykir mér, að Geiri, eða þeir feðgar, liafi
strax fengið Ingunnarstaðaland, annaðhvort sem land-
nám með dalnum eða sérstaklega keypt.
Ingunnarstaðir eiga ekkert beitiland til fjalla; jarðir
þessar eiga því vel saman sem heild, þar sem hvor bæt-
ir aðra upp að landkostum. Hafi Geiri fengið Ingunnar-
staðaland með dalnum, en Ingunnarstaðir þá ekki ver-