Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 6
4
BREIÐFIRÐINGUR
ur, og liöfðu pau nýlega stofnað elskulegt heimili, er
hann kenndi sjúkdóms þess, er dró hann til dauða. Á
öndverðu ári 1943 fór hann á Vífilsstaðahælið og dvaldi
þar óslitið síðan, unz hann andaðist hinn 7. okt. s.l.
Jón var mikill að vallarsýn, hægur í fasi og fram-
komu, en þó gamansamur og hrókur alls fagnaðar, hvar
sem hann kom. Hann var prúðmenni hið mesta og dreng-
Igndur, enda vann hann traust allra, er honum kynnt-
ust.
Þótt hann væri enn lítt af æskuskeiði, var hann orð-
inn landskunnur, bæði fyrir söng sinn i M.A.-kvartett-
inum og Ijóð sín, er mörg urðu landfleyg á örskömm-
um tíma.
En iui er harpan hrostin, þýðu, angurværu tónarnir
hljóma ekki lengur. Ástvinir lians og allir, sem hann
þekktu, harma horfinn vin. Dalurinn hans grætur. Öld-
urnar, sem gnauða við túnfótinn í Ljárskógum, kveða
þynglyndisleg saknaðarljóð. fílómin þar heima drúpa
höfði í sorg. Jafnvel kaldur steinninn fellir, saknaðartár.
Og nú er Jón frá Ljárskógum kominn í hinzta skipti
heim í átthagana, sem hann unni af alhug og gleymdi
aldrei, jafnvel ekki á banastundinni. Ef gígjan hans
hljómaði enn, mundi hann syngja um dalinn sinn kæra,
eins og forðum:
„og loks er aftur hlýtt í huga mínum,
er hvíli ég i mjúkum faðmi þínum.“
Við blessum minningu Jóns og þökkum allar ánægju-
stundirnar, er við áttum með honum.
J ó n Sigtryggs s o n.