Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 68
66
BREIÐFIRÐINGUB
HRAKNINGSRIMA
□ RT FYRIR UM 1 □□ ÁRUM.
(ddptir $ón Cju&tnundóion
Ritinu hefir borizt ríma þessi, riluð af Davíð G. Davíðssyni.
Hún er öll tæplega 200 erindi, svo að engin tök eru á að birtf.
hana alla í jafnlitlu rúmi og Breiðfirðingur hefir yfir að ráða.
En hins vegar þótti rétt, að láta hana ekki falla í algera gleymsku,
því að hún gefur nokkra hugmynd uin þá tegund skáldskapar,
sem nú er fátíð orðin, en var eitt sinn þjóðaríþrótt, en það er
rimnakveðskapurinn.
Ríma þessi segir frá hrakningi háts, er reri frá Rifi á Snæ-
fellsnesi. Eftir mikla hrakninga á Breiðafirði lentu bátsmenn hjá
Múla á Barðaströnd, en höfðu þá misst tvo menn, annan þeirra
fórmanninn. Eftir góða aðhlynningu þar voru þeir fluttir til
Flateyjar, en þaðan til Bjarneyja. Úr Bjarneyjum fóru þeir til
Ólafsvíkur, og í Rif komust þeir að lokum eftir langa og harða
útivist.
Ríman hefst á inngangi, þar sem talin eru nöfn bátsverja, veð-
urútlit o. s. frv.
--------------------------------1)
Gleði sóar gæfan smá
gömlum þundi skeyta,
ávallt róa út á sjá
erfitt mundi veita.
Sunnan hægur vindblær var,
veður livein í fjöllum,
það nam tefja þjóðirnar
þorska fram að völlum.
Þegar litið landi frá
lýðir komnir vóru,
1) Þankastrikin sýna, hve mörg erindi hafa verið felld brott.