Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
lieiin í Bæjarey og nú komumst við tímanlega í svefn-
pokana.
Ég svaf slitrólt, eins og' fyrr, mest vegna stórrigning-
ar, sem dundi ú tjaldinu og fvrst fór að slota nokkuð
um klukkan 10 næsta morgun. Við héldum þvi mest kvrru
fyrir i tjaldinu þangað til við vorum búnir að borða,
kl. um 11. Síðan gengumx við út á Eyjarhöfuð, tíndum
svartbaksegg, sem flest voru farin að unga, og athug-
uðum kolluhreiður. Annars vorum við að horfa á seli
á skerjum í kring, tína blóm og ákvarða þau eftir Flóru.
Seinna fór ég að vinna i grunninum og gekk lítið í fyrstu,
vegna þreytu og stirðleika, en sóttist vel, þegar á dag-
inn leið. Nú var lokið við að grafa grunninn og síðan
horið i hann nokkuð af grjóti, til uppfyllingar og hleðslu
síðarmeir.
Þegar komið var fram á daginn, var komið lijart-
viðri, svo að ég tók mig til og rakaði mig, það hafði
ekki viðrað til þess fyrr. Undir kvöld fór að hvessa
töluvert á austan, eða jafnvel norðaustan, og kólna í
veðri, og var þó nógu kalt fyrir. Við fórum þvi snemma
að hátta.
Skömmu eftir miðnætti vöknuðum við upp við það,
að tjaldið var að fjúka af okkur, stagirnir að norðan-
verðu voru allir rifnir upp og ógerningur fvrir okkur
að koma þeim upp aftur. Vindurinn liafði snúizt í norð-
ur og var nú roklivass og stóð beint á liliðina á tjald-
inu. Við sáum ekki annað vænna en fella tjaldið, en við
það hrökk önnur tjaldsúlan sundur í miðju, svo að ekki
varð viðgert i liili. Þarna stóðum við nú í norðangarði
og kulda, tjaldlausir. Við fórum að tína saman föggur
okkar, sem farnar voru að fjúka, og bárum allt saman
niður í gömlu, vallgrónu Iiúsatóptirnar, sem standa jiarna
enn og minna á forna frægð, þegar liúið var i Klakk-
eyjum. Þar bjuggum við nú um okkur í einni tóptinni,
þeirri víðustu, og levfði þó varla af, að við gætum leg-
ið þar samhliða. Við rifum upp nokkra steina úr botn-