Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
A| ■* J 1 r | i i i
r r r r . t- s-f. - í t -
l>erg - i er, i= þ r 1 " 11 blik uf j>í11 • nm (Iraum - i
® Ö ■—1 ^ 1 !—, 1 J .
1 ' “ ' «• * « « ; ® % l ||
Hvislað var um hulduland
hinzt í vestanblænum,
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíSum grænum.
Ýttu ])á á unnarslóS
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
liti í gullnum sænum.
Síðan hafa hetjur átt
heima í þessu landi,
ýmist horið arfinn hátt
eða varizt grandi.
Hér að þreyja hjartað kaus,
hvort sem jörðin brann eða
fraus,
— flaug þá stundum fjaðralaus
feðra vorra andi.
Þegar svalt við Sökkvabekk
sveitin dauðahljóða,
kvað í myrkri um kross og
hlekk
kraftaskáldið móða.
Bak við sára bænarskrá
bylti sér hin forna þrá,
þar til eldinn sóttu um sjá
synir landsins góða.
Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal fögur friðartið
fánann hefja ár og sið,
varpa nýjum ljóma á lýð
landsins, sem vér unnum.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rósum,
hennar sögur, liennar ljóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldarslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norðurljósum.
Jóhannes úr Kötlum.