Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
andi áhrif á mig, eins og fleiri, sem aldir eru upp við
sjó, ekki sízt þegar sjórinn er lognsléttur og speglandi,
eins og svo oft á Pollinum á Isafirði. En mestalla mína
ííð á Isafirði, — og van ég þar þó til 12 ára aldurs, ■—
kom ég lítið sem ekkert á sjó. Við máttum það ekki,
krakkarnir, foreldrar okkar voru hrædd um, að við dytt-
um í sjóinn, eins og stundum kom fyrir aðra krakka,
og þvi var lagt bann við því að vera að flækjast niðri
á bryggjum og úti í bátum, og því banni hlýddum við.
En flestir okkar leikir voru skipaleikir.
Þessi löngun, og ef til vill bannið, hafa seitt mig til
sjávarins, og oft befi ég notið þess að vera á sjó, á opn-
um bátum eða skipum, og befði þó notið þess betur, liefði
ég' ekki verið sjóveikur. Sem liarn og unglingur var ég
mjög sjóveikur, en gat þó sjóazt á löngum ferðum, t. d.
milli landa, og seinni árin Iiafa dregið mikið úr sjó-
veikinni, en ég lield ég segi það saft, að ég hefi enga
menn öfundað nema þá, sem sjóhraustir eru, á liverju
sem gengur.
Ég liefi aldrei verið til sjós og sjaldan á sjó komið
sem virkur sjómaður, oftast verið farþegi á sjó og liald-
ið að mér liöndum. Og í eyjar get ég varla sagt, að ég
bafi komið nema dag og dag, síðan ég var barn. En
gamla löngunin vaknaði á ný, þegar ég varð jarðeig-
andi. Það gerðist 11. júní 1943. Þá eignaðist ég eyðibýl-
ið Klakkevjar á Breiðafirði, en Klakkeyjar bafa lengi
verið í minni ætt, sennilega í nokkur bundruð ár. Ég
bafði komið þangað nokkrum sinnum og einu sinni, fyr-
ir mörgum árum, legið þar við í tjaldi nokkra daga,
með svni mínum, þá 12 ára gömlum.
I júlí 1943 skrapp ég til Klakkeyja, til þess að líta á
eignina, því að nú var mig farið að langa til þess að
geta dvalið þarna við og við, í friði og ró. En til þess
þurfti bús og til þess þurfti bát, því að húslaust er ekki
bægt að búa til lengdar og eyjabóndi má ekki vera bát-
laus. Ég lagði af stað vestur með skúrteikningu upp á
2