Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
FRÁ BREIÐFIRÐBNGAFÉLAGINU
Hvað geturðu sagt okkur um störf félagsins s.l. ár?
í aðalatriðum er litlu við að bæta skýrslu formanns-
ins, er J>irtist í síðasta Breiðfirðingi. Starfsemi félags-
ins hefur verið liagað að mestu leyti á sama liátt. 1 því
munu nú vera um 850 skráðir félagar. Síðast liðinn
vetur voru haldnir 36 fundir innan vébanda þess. Skipt-
ust þeir í stjórnarfundi, fulltrúaráðsfundi og almenna
félagsfundi. Auk þess héldu starfsdeildirnar fundi öðru
hverju. Að viðbættum venjulegum félagsfundum, er
farastjóri Breiðfirðingakórsins, Jón Emil Guðjónsson
og formaður hans, Sigurður Guðmundsson. Oegar sam-
sætinu lauk, hófst dansleikur, og skemmti fólk sér ágæt-
iega frain undir morgun.
Daginn eftir var ekið til Reykjavikur og komið þang-
að kl. tæplega tíu. Fór þá allur hópurinn heim til sæmd-
arhjónanna Önnu Friðriksdóttur og Snæbjarnar G. Jóns-
sonar, og veittu þau af sínum kunna höfðingsska]) og
rausn.
'Ferðin liafði í alla staði gengið mjög' vel og verið hin
ánægjulegasta. Söngskemmtanirnar voru yfirleitt ágæt-
lega sóttar og undirtektir áheyrenda hinar beztu. Ferða-
fólkið rómaði mjög móttökurnar alls staðar, þar sem
það kom, og hlýhug þann og vinsemd, er því var hvar-
vetna sýnt.
í Breiðfirðingakórnum voru þá 34 söngmenn og konur,
söngstjóri lians er, eins og áður, Gunnar Sigurgeirsson,
píanóleikari. Einsöngvarar voru þau ungfrú Kristín
Einarsdóttir og Haraldur H. Kristjánsson. Fararstjóri í
ferðinni var Jón Emil Guðjónsson, eins og áður er sagt.
6*