Breiðfirðingur - 01.04.1945, Blaðsíða 40
38
BREIÐFIRÐINGUr:
og lífshættu tekst einum mannanna aö komast á syll-
una, en bregður heldur en ekki í brún að finna þar
mannabein, er sýnilega voru búin að liggja þar lengi.
Nokkur þeirra vantaði en önnur voru brotin. Smala-
maður tekur þessar jarðnesku leifar mannsins, er þarna
liafði hlotið hinztu livílu og lét þær i poka, er hann
liafði með sér.
Þegar smalamenn koma beim um kvöldið, láta þeir
pokann með beinunum inn í skemmn, er stóð á hlaðinu,
og ganga síðan til bæjar. Litlu síðar vill svo til, að Guð-
rún gamla á leið lit i skemmu. Er hún kemur þangað,
verður beinapokinn fyrst fyrir henni rétt fyrir innan
dyrnar. Hún sá, að lítið fór fyrir þvi, sem í honum var
og þótti undarlegt. Hún þrífur til bans og ætlar að
iinýsast í hann, lítur niður i hann og sér, að i honnm eru
mannabein. En í sama hili sér hún fyrir sér svip Magn-
úsar á sama liátt og jólanóttina, er hann varð úti. Nú
bregður svo við, að hann grípur annarri liendi i hár sitt
stokkfrosið og tekur ofan hausinn og rekur um leið
upp mikinn og tröllslegan hlátur. Yið það hregður Guð-
rúnu svo, að hún gefur frá sér skerandi angistarvein,
og fellur í ómégin.
Fólk þusti þegar að, og var Guðrún með rænu, er að
var komið, og gat sagt frá því, sem fyrir hana hafði bor-
ið. En svo dró fljótt af henni, að hún andaðist nóttina
eftir. Þótti sannað, að bein þessi hefðu verið leifar Magn-
úsar unnusta hennar, og voru þau jörðuð í sömu gröf
og Guðrún.
Eftir þetta varð aldrei vart við svip Magnúsar.
Jón Sigtryggsson.