Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 36

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 36
34 BREIÐFIRÐINGUR klæðum, Alþingi hinu forna og frelsi sínu og — trúnni á sjálfri sér. „Hvar er þín fornaldarfrægð?" mætti gjarnan verða beitt eggjunarorð oss Breiðfirðingum, sem berum að nokku ábyrgð á því með eigin athafnasemi eða afskiptaleysi, hvort nokkur saga á eftir að gerast á nýjan leik í forn- söguríkustu byggð þessa lands. Hvar eru skógar þínir, Dalasýsla, þeir hinir prúðu og glæstu, sem hin fjölmörgu bæjarnöfn þín minna nú á, líkt og legsteinar á leiðum látinna? Þau eru horfin, hin prúðu klæði sýslunnar, þó frjómagn og veðurmildi byggðarinnar væri svo mikið, að aðeins tæp- ur mannsaldur er liðinn frá því, að rekkar riðu undir hvolf- þaki trjágreina. Nú verða elskendurnir að láta sér nægja beran melinn til að tjá hvort öðru fyrstu ástir sínar. V. Vor í lofti. Þytur upprisunnar býr í vorvindunum. Vor- hugurinn í sefa mannsins er upprisuaflið í lífi þjóðarinnar. Islandssagan síðustu 100 árin er sagan um upprisu þjóð- arinnar. Með hliðsjón af henni er auðvelt að finna þeirri sigur- von stoð, að stundum er hægt að endurheimta það, sem glatað er að nokkru eða fullu. Líka er möguleiki til að stíga skrefi lengra en áður var gengið. „Veit það engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir?u Nú höfum vér tök á, eigi aðeins að klæða landið skógi innlendra trjáplantna, heldur einnig að gróðursetja nytja- skóga af erlendum uppruna, sem líkur eru til að dugað

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.