Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 21
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM
19
piltarnir á Blikastöðum famir með fjósaskóflumar og aðrar
skóflur sem til voru, að moka snjó af veginum um Lágafells-
klif. Þar hafði myndast langur og nokkuð þykkur skafl. Það
var orðið frostlaust. Fjósaskóflumar vom með stóru blaði, svo
ekki leið á löngu þar til allur snjór var hreinsaður þar af veg-
inum. Ég man vel hvað mér þótti skrýtið að sjá allan þennan
hvíta snjó, ataðan út með dökkum röndum af mykjunni sem
smá saman hreinsaðist af skóflunum.
Eins og flestir vita voru þeir bræður, Magnús og Jón Þor-
láksson, sem áður var borgarstjóri í Reykjavík. Það var altalað
að þess vegna dveldi oft fólk á Blikastöðum sem borgin gæfi
með. Þar var mér samtíða strákur 13-14 ára sem sendur var úr
glaum borgarinnar. Hann átti heilsulitla foreldra sem ekki
höfðu stjóm á honum. Við lékum okkur oft saman. Okkur
samdi vel og brösuðum margt saman. Það var hjá honum sem
ég heyrði fyrst orðið “meika“ sem nú virðist hafa unnið sér
þegnrétt í íslensku máli, en þótti þá hið mesta orðskrípi.
Á Blikastöðum var fullorðinn maður sem var mál- og
heymarlaus, gat einungis tjáð sig með því að skrifa á blað, það
urðu þeir líka að gera sem áttu samskipti við hann. Eitthvað
gat hann unnið, en var ekki til stórverka. Um veturinn kom til
veru 18 ára stúlka, sem þjáðist af brjálsemi. Af þeim sökum
var hún höfð ein í herbergi og lokuð inni um nætur. Sett var
gat á hlið herbergisins og hleri fyrir, sem var á lömum og hægt
var að opna hann inn í næsta herbergi. Einhverja meðferð fékk
hún að læknisráði sem meðal annars fólst í því að hún var
smurð um allan líkamann með einskonar kremi sem í var
tjara. Af þessu var svo mikil ólykt að óþolandi var. Hún var
látin vinna í eldhúsinu við uppvask og fleira. Ekki fékk stúlk-
an neitt brjálæðiskast þann tíma sem ég var henni samtíða, en
það kom yfir hana sumarið eftir.
Þegar leið á veturinn varð meira og meira pláss í hlöðunni.
Þar hafði verið bundinn kaðall upp í sperru. Þarna máttum við
strákamir leika okkur og þar lærðist að sveifla sér að hætti
„Tarsans“, sem þá var mjög í tísku og klifra upp kaðal og
renna sér niður án þess að verða skinnlaus í lófum á eftir.