Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 23
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM
21
þvi hvað sökin var talin stór. Eitt kvöld kom ég að þar sem
félaga mínum var haldið á haus í kælikarinu. Ég réðist sam-
stundist að þeim sem hélt, sló hann og barði, honum brá svo
við að hann missti tök á stráki og við þutum svo fljótt sem við
gátum í burtu og sluppum frá kvalaranum í það skiptið. Það
var seinna sama kvöld að félagi minn bað mig að koma með
sér fram í gang og tala við sig. Gangurinn lá að fjósi og mjólk-
urhúsi og þar var mjög skuggsýnt. Þegar ég spurði hvað hann
vildi mér, skipti það engum togum að á mig ráðast tveir piltar,
taka mig og fara með í mjólkurhúsið. Var mér umsvifalaust
dyfið á haus í mjólkurkarið upp að öxlum, aðeins lyft upp og
spurt hvort ég gæfist upp. Nei sagði ég, þetta var svo endur-
tekið í einni strikklotu en alltaf sagði ég nei, þó ég væri komin
að köfnun og búin að soga ofaní mig vatn. Það varð mér til
bjargar að maður sem var að koma úr fjósi, frá því að sinna
nýborinni kú átti leið hjá og skakkaði hann leikinn. Ég spurði
félaga minn seinna að því afhverju hann hefði platað mig fram
á gang þar sem hann vissi hvað til stóð. Hann sagðist hafa
verið þvingaður til þess. Það er alltaf sárt þegar vinir bregðast
og varð ég afskaplega sár, varla meir í annan tíma, nema þegar
fyrrverandi vinur minn Friðjón Þórðarson, brást mér og beitti
áhrifum sínum og kunningsskap í landamerkjamáli, sem ég
átti í, á þann veg að ég tapaði málinu að ósekju.
Síðast varð ég alvarlega hræddur, þegar einn af piltunum
sem var í fjósinu tók mig, ég veit ekki vegna hvers, nema ég
hafi komið að honum þar sem hann var að slóra og átt von á
að ég segði frá því. Þannig hagaði til með fjósbygginguna að
hlutar voru nýlegir, aðrir eldri en hægt að ganga milli þeirra.
Undir nýjasta fjósinu var haughús sem hægt var að moka úr
flórum beint í. Eldra fjósið var á þann veg að moka þurfti
mykjunni í hjólbörur og steypa úr þeim í haughúsið sem því
fjósi tilheyrði. Það haughús var þaklaust að mestu og þess
vegna þunnt sem í því var. Tvær hurðir voru úr fjósi í haughús
og smá gangar í gegnum þykkan moldarvegg. Haughúsmegin
var smá pallur. Þar voru jafnan hjólbörurnar geymdar þegar
þær voru ekki í notkun. Þessum hurðum var að sjálfsögðu