Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 23

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 23
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM 21 þvi hvað sökin var talin stór. Eitt kvöld kom ég að þar sem félaga mínum var haldið á haus í kælikarinu. Ég réðist sam- stundist að þeim sem hélt, sló hann og barði, honum brá svo við að hann missti tök á stráki og við þutum svo fljótt sem við gátum í burtu og sluppum frá kvalaranum í það skiptið. Það var seinna sama kvöld að félagi minn bað mig að koma með sér fram í gang og tala við sig. Gangurinn lá að fjósi og mjólk- urhúsi og þar var mjög skuggsýnt. Þegar ég spurði hvað hann vildi mér, skipti það engum togum að á mig ráðast tveir piltar, taka mig og fara með í mjólkurhúsið. Var mér umsvifalaust dyfið á haus í mjólkurkarið upp að öxlum, aðeins lyft upp og spurt hvort ég gæfist upp. Nei sagði ég, þetta var svo endur- tekið í einni strikklotu en alltaf sagði ég nei, þó ég væri komin að köfnun og búin að soga ofaní mig vatn. Það varð mér til bjargar að maður sem var að koma úr fjósi, frá því að sinna nýborinni kú átti leið hjá og skakkaði hann leikinn. Ég spurði félaga minn seinna að því afhverju hann hefði platað mig fram á gang þar sem hann vissi hvað til stóð. Hann sagðist hafa verið þvingaður til þess. Það er alltaf sárt þegar vinir bregðast og varð ég afskaplega sár, varla meir í annan tíma, nema þegar fyrrverandi vinur minn Friðjón Þórðarson, brást mér og beitti áhrifum sínum og kunningsskap í landamerkjamáli, sem ég átti í, á þann veg að ég tapaði málinu að ósekju. Síðast varð ég alvarlega hræddur, þegar einn af piltunum sem var í fjósinu tók mig, ég veit ekki vegna hvers, nema ég hafi komið að honum þar sem hann var að slóra og átt von á að ég segði frá því. Þannig hagaði til með fjósbygginguna að hlutar voru nýlegir, aðrir eldri en hægt að ganga milli þeirra. Undir nýjasta fjósinu var haughús sem hægt var að moka úr flórum beint í. Eldra fjósið var á þann veg að moka þurfti mykjunni í hjólbörur og steypa úr þeim í haughúsið sem því fjósi tilheyrði. Það haughús var þaklaust að mestu og þess vegna þunnt sem í því var. Tvær hurðir voru úr fjósi í haughús og smá gangar í gegnum þykkan moldarvegg. Haughúsmegin var smá pallur. Þar voru jafnan hjólbörurnar geymdar þegar þær voru ekki í notkun. Þessum hurðum var að sjálfsögðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.