Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
lokað fjósmegin. í umrætt skipti fór pilturinn með mig að
haughúsinu, setti mig þar inn fyrir dymar, með þeim ummæl-
um að mér myndi hann fleygja í haughúsforina, þegar hann
hefði lokið því sem eftir var að gera í fjósinu í þetta sinn. Að
því búnu lokaði hann hurðinni og lét slagbrand fyrir. Ég sá
strax fram á að ekki mundi ég lifa lengi í forinni og engin leið
var að komast út annars staðar en um dymar og þær voru
harðlokaðar. Ég fór þá að öskra og kalla eins hátt og ég
mögulega gat. Það var til þess að mamma heyrði í mér. Hún
kom og barði á fjósdymar, ekki blíðlega. Pilturinn opnaði
dymar í fjósið svo hún komst inn opnaði fyrir mig svo ég var
þar með úr allri hættu.
Laugardaginn fyrir pálmasunnudag var vor í lofti. Þennan
dag fengum við félagi minn lánað reiðhjól hjá einum vinnu-
manninum. Hann kunni á hjól og reiddi mig fyrir framan sig.
Fórum við upp á veg og eftir honum eitthvað inn fyrir Lága-
fell. Þýðviðri var og jörð sem óðast að koma undan snjó.
Leysing var töluverð, vegurinn ein drullufor og hjólið varð því
allt út atað. Nú datt okkur í hug að þvo það og skila því
hreinu. Þótti okkur upplagt að þvo það í læknum og réðumst
strax í þá framkvæmd, en eigandinn var ekki langt frá og sá til
okkar. Hann var sannfærður um að hjólið þyldi ekki vatn og
yrði ónýtt eftir bað í læknum. Hann kom hlaupandi í þann
mund er hjólið var orðið hreint og hafði ekki önnur umsvif en
þau að henda okkur báðurn í lækinn sem var í miklum vexti
og flæddi yfir bakka sína. Við fórum báðir á bólakaf, sérstak-
lega ég sem var miklu minni. Húfan sem ég var með á hausn-
um flaut af mér og áfram niður lækinn. Við skriðum í land
fyrst sá eldri síðan ég. Félagi minn réðist á óvininn sem henti
honum óðara aftur í lækinn, ég náði landi nokkru neðar en
þeir áttust við, félagi minn og óvinurinn. Sparkaði ég af mér
stígvélunum sem voru full af vatni, hljóp í burtu eins hratt og
ég lifandi gat og slapp, enda atferli mannsins farið að vekja
athygli og fleiri að nálgast staðinn. Vatnið í læknum var ískalt,
ofkældist ég og lá veikur í rúminu næstu daga.
LFm vorið fórum við mamma eina helgi að heimsækja