Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
svartadauða og ekki orðið gott af. Við röltum svo saman heim.
Mátti ég þola danskt drykkjuraus sem ég skyldi lítið í og
fannst ekki skemmtilegt.
Ragnar bróðir minn lauk þetta vor námi við Kennaraskól-
ann og um svipað leyti opinberaði hann trúlofun sína með
Sigurlaugu Stefánsdóttur. Þau komu úr Reykjavík að Blika-
stöðum á reiðhjólum. Með þeim var Jens Guðmundsson
skólafélagi Ragnars úr Kennarakólanum, en Jens varð seinna
skólastjóri á Reykhólum. Ragnar var að kynna fyrir okkur
mömmu heitmey sína, en hana höfðum við mamma ekki séð.
Jens trúði mér fyrir því að ekkert blað hafi viljað taka fregnina
um trúlofun til birtingar, þar til Þjóðviljinn sýndi miskunn og
birti fregnina.
Magnús á Blikastöðum var að ég best veit reglusamur í
öllum búrekstri. Oft var það á laugardagskvöldum að vinnu-
menn fóru til Reykjavíkur til að skemmta sér. Þegar þá vant-
aði peninga, fóru þeir hver á eftir öðrum til Magnúsar og
fengu frá fimm og upp í tuttugu krónur. Allt þetta skrifaði
Magnús í reikning hvers eins og þegar einhver hætti störfum
fékk sá það sem hann átti inni útborgað.
En Magnús vildi láta alla vinna og var ég þar ekkert undan
skilinn. Þegar leið á veturinn fannst honum sjálfsagt að ég
lærði að mjólka, sem ég gerði. Ég mjólkaði síðan á kvöldin
tvær til þrjár kýr, sem ekki var mikil mjólk í. Margir dráttar-
hestar voru á Blikastöðum. Þeir voru notaðir fyrir vagna,
herfi, plóga og heyvinnuvélar. Um leið og klaki fór úr túnum
þurfti að fara um þau með valtara, ég þótti nothæfur til þess.
Ekki fannst mér gaman að teyma gamla Grána eða Lötu-Jörp
allan daginn, dag eftir dag, hring eftir hring um túnið. Ég
hafði sagt við Magnús einn morguninn, að mér fyndist nóg
tekið með mér þó að ég ynni ekki í ofanílag. Á það var nú
ekki hlustað.
Veru minni á Blikastöðum lauk rétt fyrir hvítasunnu, er við
mamma og Inga systir mín fórum upp í Borgarfjörð til þess að
vera við fermingu Gunnars bróður míns.
Ég kom einu sinni í skyndiheimsókn að Blikastöðum. Það