Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 49
HEIM Á JÓLUM FYRIR 60 ÁRUM
47
borgina, sem þar var skammt frá. Leið mín lá undir stóra brú,
þar sem jámbrautarlestin gekk yfir. Þegar ég var rétt kominn
framhjá brúnni, sá ég hrörlegan fólksbíl á vegbrúninni, en út
úr honum steig roskinn maður, snarlegur, spurði mig, hvort ég
væri Islendingur og sýndi mér miða með nafni mínu. Hann
kvað Sigurstein Magnússon hafa beðið sig að taka á móti mér.
Þetta var þá ræðismaður Islands, fjörlegur karl, en fremur fá-
máll. Vildi fátt upplýsa og spurði lítils. Mér fannst ég kannast
ofur vel við þetta frá Noregi, eftir að landið var hemumið. Þá
mátti hvorki spyrja neins né segja neitt, nema það allra nauð-
synlegasta. Maður vissi aldrei, hvort maður talaði við nasista
eða ekki. Því var best að halda sér utan við allt nema skyldu-
störfin.
Eftir að ég hafði þegið góðan kvöldverð hjá ræðismanni
íslands, fylgdi hann mér á hótel, er ég dvaldi á þann tíma, sem
ég var í Fleetwood. Daginn eftir fór ég til skips að hitta skip-
stjórann á Sæfelli, en svo hét skip það, er ég ætlaði með. Það
var gert út frá Vestmannaeyjum og sigldi þaðan með fisk til
Fleetwood, en tók kol þaðan aftur heim. Skipstjórinn á Sæfelli
var Ingvar Einarsson, traustlegur myndarmaður. Stýrimaður
var Magnús Einarsson, frændi minn og sveitungi, en þá
höfðum við aldrei sést áður. Ekki man ég eftir fleiri skipverj-
um nema einum, sem var með annað augað grátt, en hitt mjög
dökkbrúnt. Allir voru skipverjar ungir menn og vasklegir.
Heim með Sœfelli
Sæfellið þurfti einhverrar viðgerðar við, og tók hún lengri
tíma en við var búist í fyrstu. Dvaldi ég því lengur í Fleet-
wood en ég gerði upphaflega ráð fyrir. Ræðismaðurinn lét sér
annt um mig og sá um, að ég kæmist til skips. Kvaddi ég hann
og þakkaði honum góða fyrirgreiðslu, sem og aðra, er ég hafði
hitt þar í landi og greitt höfðu götu mína.
Eg var rétt kominn um borð í Sæfellið, er tveir einkennis-
klæddir menn komu til mín og sögðust eiga að rannsaka far-
angur minn og taka af mér skýrslu. Var þetta fjórða rannsókn-