Breiðfirðingur - 01.04.2002, Qupperneq 51
HEIM Á JÓLUM FYRIR 60 ÁRUM
49
ferðum sínum, þar sem hann hafði siglt í gegnum brim og
boða og alltaf komið öllu heilu í höfn.
Allt með gát í ofviðri
Nú fór að hvessa fyrir alvöru. Ég bjóst við að hrökkva út úr
kojunni þá og þegar. Eða voru þetta Þjóðverjar að stjaka við
skipinu? Rétt í þessu kom skipstjóri inn ásamt fleirum. Þeir
ræddu um það, hvað gera skyldi í þessu aftakaveðri. „Það er
aðeins eitt, sem hægt er að gera í þessu veðri,“ sagði skipstjóri
og leit um leið á myndina á veggnum, „það er að láta skipið
reka, því að það þolir ekki, að það sé skrúfað á móti veðrinu."
„Það er ekki gott,“ sagði einhver, „því að þá náum við ekki
heim fyrir jólin.“ Skipstjóri var alvörugefinn og sagði stilli-
lega: „Við náum það því síður nokkurn tíma, ef við teflum í
tvísýnu í þessu ofsaveðri.“ Við það sat.
Þetta ofsaveður stóð á annan sólarhring. Það var létt yfir
skipshöfninni, þegar veðrið batnaði, og siglt var fullum krafti
það, sem eftir var leiðarinnar. Skipstjóri kom að máli við mig,
þar sem ég lá veikur í koju og hafði verið það nokkra daga, og
sagði hann mér brosandi, að ekki væri nema um tvennt að
gera: Að mér batnaði slenið, eða mér yrði hent út fyrir borð-
stokkinn. „Gerðu hvort, sem þú heldur vilt, því að sama er
mér,“ var mitt svar. „Ég reyni fyrst að lækna þig,“ sagði skip-
stjóri og bað mig að rísa úr rekkju. Það átti ég mjög erfitt með,
en gerði það þó, og fór með skipstjóra upp á þilfar. Þar gaf
hann mér sterkt kjötsoð að drekka. Litlu síðar ætlaði ég að
selja því upp, en þá greip skipstjóri fyrir munn mér og lét mig
renna því niður aftur, en ekki fannst mér bragðið gott. „Nú
skaltu leggja þig og drekka sterkan bjór, þegar þig þyrstir. Þá
mun þér batna,“ sagði hann. Eftir þetta fór ég að smáhressast
og fannst í lok ferðarinnar, að ég gæti verið á sjó til eilífðar.
Við höfðum verið á sjó í næstum fimm sólarhringa. Það var
nokkru eftir hádegi, fremur kalt í veðri, en kyrrt. Smám saman
reis ísland úr sæ. Fyrst fjöllin, síðan undirlendið. Ennþá var