Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 57
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞJÓÐSÖGURNAR
55
ráðssonar að þeim hluta í Landsbókasafn frá Lúðvík Kristjáns-
syni 26. júlí 1988. I sumum uppskriftum seinustu gerðar eru
tilgreind efnisatriði, sem sagt var að þyrfti að auka við söguna.
Rétt er að líta svo á að Skarðsstrendinga saga Gísla hafi
orðið til þess, að einhverju leyti að minnsta kosti, að Friðrik
Eggerz hóf að skrifa mikið rit sem hann nefndi Samtíning um
Bjarna Pétursson og afkomendur hans. Handritið er varðveitt
í Lbs. 1535, 4to í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni.
Bjami Pétursson var fæddur 1681 og var faðir Eggerts, föður
séra Jóns prests í Holti, föður Eggerts prests á Ballará. Séra
Jón Guðnason skjalavörður gaf þetta rit út í tveimur bindum á
árunum 1950 til 1952 og nefndi Ur fylgsnum fyrri aldar. Fyrra
bindið er einkum um Eggert Jónsson föður Friðriks, en seinna
er ævisaga Friðriks sjálfs. Þetta rit skrifaði Friðrik á gamals
aldri á árunum 1875 til 1880, svo að sagan spannar tvær aldir.
Séra Friðrik skrifaði einnig Samtíning um Magnús Ketilsson,
afa sinn, og er handrit þess í Lbs. 937, 4to. Efnið er sumt
sameiginlegt fyrrnefndri ævisögu, því að sömu persónur koma
margar við sögu, en einnig margt sem þar er ekki og yrði
fengur í að kæmi fyrir almenningssjónir.
I sögu sinni, Ur fylgsnum fyrri aldar, (II. 194) sagði séra
Friðrik, að menn hafi frætt Gísla um „ýmislegan ósanninda-
þvætting um nefnda feðga.“ Gísli tók vara fyrir að Friðrik fengi
að sjá seinni hluta sögu sinnar og vildi ekki heldur að þeir bæru
saman bækur sínar „og leiðréttu þær hvor með öðrum, áður en
þær yrðu bóksettar. En það ég rita, er samtíningur, mest af bréf-
um og sumt af eigin sjón og heym, hvar ég hefi verið viðriðinn,
svo að sögu mætti þar eftir rita, en sjálfur er hann óvandaður að
stílfærslu og réttritun og efnis niðurskipun.“
í þessum orðum séra Friðriks fellst ekki eingöngu dómur
um Skarðsstrendinga sögu Gísla, heldur einnig vísun til mikils
eigins skjalasafns, sem hann vann úr, því að hann var einstak-
ur hirðumaður á skjöl og í bréfaregistri hans eru á 5. þúsund
bréf og annað eins annars staðar.
Enginn skyldi ætla að vamarrit séu hlutlaus og á það vel við
þetta rit. Dómur Lúðvíks heitins Kristjánssonar er örugglega