Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Sigurður Nordal gat þess, að úr sóknalýsingum séra Frið-
riks væru fáeinir molar í Þjóðsögum Jóns Amasonar. Um lýs-
ingamar er það að segja, að um 1840 safnaði Hið íslenska
bókmenntafélag lýsingum frá öllum sýslumönnum og prestum
á íslandi til undirbúnings íslandslýsingar, sem skáldið Jónas
Hallgrímsson ætlaði að semja. Lýsingar hafa verið prentaðar
úr mörgum héruðum og eru lýsingarnar úr Dalasýslu fullbúnar
til prentunar. Þar er Skarðsströnd best lýst, enda skrifuðu þeir
báðir Kristján Magnúsen kammerráð og Friðrik Eggerz.
Kristján svaraði eftir spumingalista, en þá var svo komið að
Skarðverjar höfðu afsagt prestsþjónustu þeirra Ballarárfeðga.
Kristján svaraði svo spurningunni um trúrækni:
Það sýnist svo sem enir andlegu fræðarar þessara sókna hafi
nú um sinn og að undanförnu ekki síður lagt stund á annað
en sérlega hvötun til trúræknis eflingar, og trúarbragðanna
þekkingar - en þótt þeir séu fastheldnir við Grallarasönginn
- og er því talsverðra framfara hjá almúga í þessum grein-
um minni von en óskandi væri.
Séra Friðrik skrifaði síðar aðra lýsingu á Skarðsströnd og er hún
löng og nákvæm en ekki samkvæmt spumingalista. Fyrir kemur
að Friðrik og Skúli segja eins frá sömu atriðum og þeir hafa
tæpast borið sig saman. Sem dæmi um það má nefna, „að
Eiríkur rauði þá hann flúði af landi burt hafi falist á skipi sínu
undir hrísi er breiddist útaf Klakknum yfir skipið.“ Fyrir þessu
eru mér ekki kunnar aðrar eldri heimildir. Sóknalýsingar Frið-
riks hafa verið notaðar í sögustaðalýsingum einkum hinni
merku og traustu bók eftir danann P. E. Kristian Kálund, sem
kom á dönsku 1879-1882, en var þýdd á íslensku og kom út í
fjórum bindum á ámnum 1982-1986. Hvergi kemur neitt fram í
lýsingu séra Friðriks sem hægt er að skilja sem sneið á Skarð-
verja og virðist þar koma fram hlutlægni hans þegar ekki er um
viðkvæm deilumál að ræða. Á árinu 2003 verða allar sókna-
lýsingar Dalasýslu væntanlega útgefnar hjá Sögufélaginu.
Lbs. 2005, 4to. Urjylgsnum fyrvi aldar er nærri 1000 síður í