Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 63
SÉRA FRIÐRIK EGGERZ OG ÞJÓÐSÖGURNAR
61
Skímisbroti, en fleira liggur eftir séra Friðrik. Álíka stórt er
handritið Lbs. 2005, 4to, sem skrifað var á árunum 1852 til
1854. Um innihaldið sagði séra Friðrik í formála, að þar væru
„um gömul munnmæli, ömefni, slysfarir, fáheyrða tilburði,
drauga og álfafólk, sem trúað hefur verið af alþýðu; og sagn-
imar að því leyti viðhaldist mann frá manni“. Margt sagði hann
að væri eftir uppkasti Gísla skálds Konráðssonar en annað eftir
sögn skilgóðra manna. Friðrik byrjar þessar skriftir um það leyti
sem Gísli kemur í Flatey og er augljóst, að efni frá honum er
einkum fremst í handritinu og má þar t.d. nefna Skáld-Helga
sögu, sem Gísli samdi í stíl Islendinga sagna eftir gömlum rím-
um, og fleiri sögur eru þama í sama stíl sem prentaðar voru í
útgáfu Guðna Jónssonar af Islendinga sögum. Vitanlega er
flest miklu nær samtímanum. Annars finnst mér ekki öruggt
að allar sögur hér af Norðurlandi séu úr handritum Gísla, því
að sumar gætu verið „karla- og kerlingasögur“, sem Friðrik
nam ungur af flökkurum. Margar sögur eru af einstökum sér-
legum mönnum og um drukknanir og aðrar slysfarir. Sagnir af
Skarðsströnd og úr Dölum eru vitanlega ekki skrifaðar eftir
handritum Gísla eða heldur þegar Friðrik skrifar sig upp í ævi-
sögunni. Það væri efni í góða rannsókn að kanna þetta mikla
handrit Friðriks, reyna að rekja heimildir, hvað er komið úr
handritum Gísla og hvað úr öðrum skriflegum heimildum.
Einnig gefur það handritinu sérstakt gildi, að það er skrifað
áður en þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út svo að þar gætir
ekki áhrifa frá þeim. Sem dæmi má nefna, að Friðrik segir
verulega öðruvísi frá sumum draugum en Jón Ámason. Hand-
rit Friðriks hefur ekki verið mikið notað, en mest hefur verið
úr því tekið í Þjóðsögur Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar,
sem komu 1899 og aftur 1956.7
Gísli Konráðsson fékk líka eitthvað frá séra Friðrik og er
meira að segja til heimildir um það, en í syrpum Gísla eru frem-
ur lítið sem komið gæti verið frá honum, en aðrir hefðu einnig
getað sagt Gísla alkunnar sagnir af Skarðsströnd. Af þessu virð-
ist vera augljóst, að fljótlega hefur sletst upp á vinskap þeirra
Gísla og séra Friðriks. Ástæðan hefur eflaust verið sú, að þeir