Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
vitundarinnar. Yfirvitundin bregst við skýrum skilaboðum,
þannig að þegar maður fer með jákvæða staðhæfingu kveikir
maður á stjómrofa eigin hugarmáttar. Aðalmálið er að beina
huganum skýrt að markmiðinu og yfirvitundin vinnur með
manni. (Dæmið um innbyggðu vekjarklukkuna, ef maður virki-
lega þarf að vakna og eitthvað stendur til vaknar maður af
sjálfsdáðun - sumir þurfa aldrei vekjaraklukku, maður ein-
faldlega ákveður klukkan hvað maður ætlar að vakna og fer
svo að sofa, yfirvitundin vekur mann á réttum tíma).
I sjöunda kafla er allsherjarákvörðunin kynnt en hana þarf
að taka áður en maður virkjar atorku sína til fulls og öðlast
velgengni í einkalífi eða viðskiptum. Til að njóta persónu-
frelsis þarf maður að axla fulla ábyrgð á því hver maður er og
verður. Maður er staddur þar sem maður er af eigin völdum og
til að komast áfram þarf maður sjálfur að breyta. Maður ber
ábyrgð á eigin lífi og það er beint samband á milli þess hversu
mikla ábyrgð maður axlar og velgengni manns. Maður þarf að
losa sig við neikvæðar tilfinningar og ástæðumar fyrir þeim.
M.a. talar Tracy um „fórnarlambs“ hegðun eða það að álíta sig
leiksopp annarra. Dæmi um talsmáta „fórnarlamba“ er að
segja „ég vildi að ..“ „ég skal reyna“ frekar á maður að segja
„ég get“ og „ég ætla“.
I áttunda kafla kynnist maður allsherjarmarkmiðinu, innri
friði og hvemig hægt er að skipuleggja allt lífið þannig að
maður njóti hamingju í ríkum mæli. Það sem kemur helst í
veg fyrir innri frið er neikvæðni og streita. Maður getur losað
sig við neikvæðni og streitu er hægt að stjóma. T.d. bara það
að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og sleppa því að
hafa áhyggjur af einhverju í framtíðinni, sem sennilega gerist
hvort eð er ekki. Eins talar Tracy um áráttu mannsins til að
ljúka verkum eða ná markmiði en öll „óafgreidd mál“ valda
streitu. Að ljúka málum, veitir manni frelsi.
I níunda kafla eru kennd undirstöðuatriði samskiptasálar-
fræði. Þar bendir hann á leiðir til að bæta samskipti við aðra.
Þær eru að temja sér að vera viðfelldinn í framkomu, hætta að
rífast og þjarka við fólk, viðurkenna aðra án skilyrða, brosa,