Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 111
FJÁRBÖÐUN
109
Steinólfur Lárusson.
sækir sauðfé mjög þangað. En stórgalli var á þeirri ásælni
sökum þess, að uppstreimi lofts er upp um bjargið þá viðrar
þannig, og sogaði kláðamaurinn með sér af baki sauðfénaðar-
ins, sem þá settist á sillur og stalla í berginu en hrataði gjaman
fram af, og þá á bak fénaðarins aftur, og jafnvel árið eftir.
Var formikið annríki og seinlegt verk að ifirstíga þetta
vandamál, en tókst þó að lokum frábærlega.
Síðan tóku þessir embættismenn til við að útríma gamaorm-
inum með því ráði að hella vissum skamti af ljósmeti (steinolíu)
í báða enda sauðfénaðarins, og skildi þessi metall mætast í miðri
skepnunni. En gæta varð þess nokkum tíma á eftir að hafa féð
ekki úti, ef þrumuveður geisaði og hrævareldur lék laus.
Að þessu atriði gjörsigruðu var tekið firir að útríma lungna-
orminum.
Að vandlega athuguðu máli var það ráð tekið að birgja
sauðféð þröngt í fjárhúsum, troða í allar gáttir og glufur vand-
lega, síðan steikja ifir eldi á pönnu Copersduft þurrt. Varð af
reikur voðalegur og þikkur svo ekki sá handaskil, en hósti og
búkhljóð fénaðarins mjög ærandi.
Stóðu þessar aðgerðir linnulaust þar til að sá er réð firir eldi,
valt um í óviti, þetta varð til að drepa lungnaorminn gjörsamlega.
En fregnir af þessu bárust í heimspressuna og voru taldar