Breiðfirðingur - 01.04.2002, Side 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
loftmengun og spilling á Óson-laginu. Þessi mengun svokall-
aða, sem allir eru að tala um, fannst sem sagt hér upp, á
Skarðströndinni.
Ekki skal reikna þessum embættismönnum það til hnjóðs,
að taka á sig þessa ábirgð ifir alla heimsbiggð, því alla vega
varð einhver að verða til þess.
En Nasistar í Þískalandi höfðu spumir af hversu vel hafði
tekist til á Skarðströndinni, að útríma óværu á sauðfé, af
mönnum klæddum í þetta dress, áður getið. Sáu óðara að þetta
mundi vera hentugur klæðnaður að ganga í við að útríma
Giðingum, og annarri óværu í þriðja ríkinu, og stálu patentinu
og klæddu upp alla æðstu menn hjá Gestapó. Nefndust þeir
Sturmbammfúrher, en í hefndarskini töpuðu þeir stríðinu.
Nú kem ég að kjarna þessa máls.
Mér er gjörsamlega ómögulegt að fara að stríla upp baðkari og
baða sauðfé mitt, þvert ofaní minningu þessara frábæru em-
bættismanna minnar sveitar, sem ég er búin að lísa. Það væri
forherðing, glæpur og móðgun á allt siðferði varðandi þeirra
minningu. En ég viðurkenni, að við fjárskipti hafi ég getað
keipt einhverja óværu úr öðrum sveitum, sem ekki nutu þess-
ara heimssögulegu aðgerða héðan af Skarðströndinni.
Nú hef ég sannspurt að framþróun vísinda muni hafa leist
af hólmi meðöl þau er hér voru notuð og ég hef getið; sem var
ljúft ilmandi lútur, eitraður; steinolía og Copersduft steikt.
Hér með sæki ég um leifi til að nota meðal þetta hið níja,
sem mér er tjáð að sé í sprautu formi.
Get ég þá þeirri skikkan fullnægt að niðurslá alla óværu í
og á mínu sauðfé.
Með sérdeilislegri virðingu,
Steinólfur Lárusson
Ytri Fagradal Skarðshreppi Dalas.
ásauðarhigglari og hagvaxtarhemill
í íslenska líðveldinu.