Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 113
Steinólfur Lárusson
Umfjöllun og tilgáta
Margir hafa velt því firir sér hvers vegna þessi níju bflnúmer
voru tekin upp.
Mörg svör hafa verið sett fram varðandi þessa getgátu. Mín
hugmind um þetta er eftirfarandi:
Almennt er vitað að það er stöðutákn hér á landi að eiga
sem lægst bflnúmer.
Allir helstu embættismenn landsins svo sem síslumenn,
ráðherrar, bankastjórar, kaupmenn, heildsalar, hreppstjórar,
prestar og allt niður að hundahreinsunarmönnum, sömuleiðis
allir kapitalistar sem teljast betri menn af alþíðu landsins,
keppast við að eiga sem lægst bílnúmer - mikið lagt í sölurnar
til að ná slíku - beitt pólitík, klækjum, mútum og miklu fjár-
magni.
En svo einkennilega vill til að bílar með lágum númerum
lenda miklu oftar í að það er keirt utan í þá ellegar aftaná þá,
heldur en aðra bíla með hærri töluröð í númeri.
Mjög eðlileg skíring er á því máli.
Það er nefnilega árátta mjög margra á landi hér að nudda
sér utaní alla svo kallaða heldri menn, láta sjá sig í filgd með
þeim, standa sem næst þeim, jafnvel reiðubúnir til að sleikja
neðri op meltingarfæranna á öllum meiriháttar kapitalistum og
þeim sem kallaðir eru höfðingjar eða eru ríkir.
Skal ég nú færa eitt dæmi þessu til sönnunar.
Svoleiðis var, að ég var staddur á Síberíubensinum mínum
að hausti til í höfuðstað landsins. Númer þess bíls er mjög lágt
- altsvo númer 8. - Nema kvað að ég er að taka lag inn á