Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 117
Sólveig Kristjánsdóttir
Niðjatal
/ /
Sólveigar Olafíu Arnadóttur
og Bjarna Magnússonar
Fagrahvammi við Búðardal
Skráð 31. júlí 1989
Vegna niðjamóts dagana 11. til 13. ágúst 1989, í Dalabúð, Búðardal
Formálsorð
Hjónin, Bjarni Magnússon og Sólveig Ólafía Ámadóttir, fluttu
til Búðardals vorið 1919, en þau höfðu gengið í hjónaband 11.
maí 1916 og búið á Litlanesi í Múlasveit, Austur-Barða-
strandasýslu. Þau reistu sér bæ í Búðardal, sem þau nefndu í
fyrstu Mel, en síðar Fagrahvamm. Baðstofan var eitt og hálft
stafgólf, er þau stækkuðu síðar í tvö og hálft stafgólf. Stafgólf
var talið nema rúmlengd.
Framan af stundaði Bjami búskap eingöngu en síðari ár
einnig verkamannavinnu og fleira. Fátæk voru þau hjón af
veraldlegum auð en þau eignuðust saman tug bama og komust
átta þeirra til fullorðinsára. Auk þess átti Bjami þrjár dætur
fyrir hjónaband þeirra, með Elínu Þóru Árnadóttur, þær Vol-
gerinu Jóhannu, Jóhönnu og Margréti. Sólveig Ólafía átti
einnig soninn Árna Sigurð Jónsson með unnusta sínum, Jóni
Péturssyni sem hún missti og ólst Ámi upp hjá þeim Bjarna.
Þótt þéttsetið væri hús þeirra Bjama og Sólveigar Ólafíu
var þar ávalt rými fyrir gesti og gangandi því þau voru sam-
taka um að veita af rausn af því sem til var hverju sinni.