Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 122
Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason
- Minning -
Tímaritið Breiðfirðingur er elsta héraðstímarit á íslandi. Fyrsti
árgangur þess kom út 1942 eða fyrir 60 árum. Efni tímaritsins
tengist aðallega fólki úr byggðum Breiðafjarðar og hafa marg-
ir lagt það til. Nú er fallinn frá einn þeirra sem á síðari árum
lét sér mjög annt um tímaritið, ritaði í það greinar og sá um
dreifingu þess um árabil.
Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason fæddist 22. júní 1921 í
Rauðseyjum á Breiðafirði. Hann lést í Reykjavík 26. júlí
2002. Foreldrar hans voru Gísli Bergsveinsson, f. 13. júlí 1877
í Bjameyjum á Breiðafirði, d. 15. maí 1939, sjómaður, for-
maður, smiður og síðar bóndi, og seinni kona hans Magðalena
Lára Kristjánsdóttir, f. 13. nóvember 1897 í Sviðnum á
Breiðafirði, d. 23. apríl 2001. Gísli og Magðalena bjuggu fyrst
í Rauðseyjum á Breiðafirði en síðan í Akureyjum á Gilsfirði, í
Fagurey á Breiðafirði og síðast í Ólafsey á Hvammsfirði.
Bergsveinn var sjötti í röð átta systkina og átti auk þess upp-
eldisbróður.
Bergsveinn Breiðfjörð ólst upp við eyjabúskap í Breiðafirði
en á uppvaxtarárum hans var mikil byggð við Breiðafjörð.
Forfeður hans höfðu búið í og við Breiðafjörð um aldir. Marg-
ir af forfeðrum og frændum Bergsveins voru afkastamiklir
skipasmiðir. Þeir búskaparhættir er þar voru stundaðir eru nú
liðnir undir lok að mestu og eyjar og jarðir flestar í eyði.
Bergsveinn lærði skipasmíðar á Akureyri 1941-45 hjá
Gunnari Jónssyni skipasmíðameistara. Bergsveinn vann við
skipasmíðar í Landssmiðjunni og í Bátalóni í Hafnarfirði.
Hann réðst sem teiknari til Vita- og hafnamálastjórnarinnar