Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2018, Side 31
Jólahlaðborð 5. október 2018 KYNNINGARBLAÐ
ÚT Í BLÁINN – PERLUNNI:
Brot af því besta í íslenskri
og erlendri villibráð
Við bjóðum upp á brot af því besta í íslenskri og erlendri villibráð fyrir jólin. Við leikum
okkur talsvert með klassíska jólarétti
og jólahefðir. Perlan hefur í gegnum
tíðina verið einn helsti staðurinn
fyrir Íslendinga að hittast og njóta
samverunnar á aðventunni og
ætlum við að halda því áfram. Við
munum t.d. heiðra hefðina með
því að gera okkar útgáfu af frægri
rjúpusúpu sem boðið var upp á hér á
árum áður,“ segir Atli Þór Erlendsson,
yfirmatreiðslumaður á veitingastaðn-
um Út í bláinn, sem er í Perlunni.
Atli segir að ásamt þessu hefð-
bundna sem finna má á jólahlaðborð-
um sé áhersla lögð á nýjungar og að
mæta ólíkum þörfum: „Við höfum alveg
frá opnun stefnt að því að bjóða upp
á eitthvað fyrir alla og því má nefna
að við bjóðum ekki bara upp á þungar
steikur heldur líka fjölbreytta græn-
metisrétti.“
Veisla á hverjum degi
Jólahlaðborðið hefst þann 16. nóv-
ember og er í boði daglega eftir það
alveg fram til Þorláksmessu. Stað-
urinn er opnaður kl. 18 öll kvöld. Verð
sunnudaga til miðvikudaga er 8.500
kr. á mann en fimmtudaga til laugar-
daga 9.900. Sérvalin vín kosta 7.200
á manninn. 50% afsláttur er fyrir börn
6 til 12 ára og frítt fyrir börn 5 ára og
yngri.
Matseðill jólahlaðborðsins:
FORRÉTTIR
Brauðkarfa frá Kruðeríi, súrdeigsbrauð,
sólkjarnabrauð, laufabrauð og þeytt
smjör
Rjúpusúpa 2018
Graskerssúpa (vegan)
Bökuð dönsk lifrarkæfa með steiktum
sveppum og stökku beikoni
Grafin rjúpa með kjúklingalifrarparfait
og rifsberjum
Rauðrófusalat (vegan)
Sætar kartöflur með trönuberjum og
hnetum (vegan)
Jóla-kryddsíld
Heitreyktur lax
Grafinn lax
Blandað skelfisksalat
Hreindýrabollur í bragðmikilli villi-
bráðarsósu
Villibráðar vol-au-vent
AÐALRÉTTIR
Jólakrydduð purusteik
Hægelduð kalkúnabringa með salvíu
og rósmaríni
Grilluð rauðhjartarsteik
Heileldað nauta rib-eye
Hin margrómaða hnetusteik að hætti
Kela (vegan)
Grillað toppkál með poppuðu kínóa og
blóðberg (vegan)
Rauðvínssósa
Villisveppasósa (vegan)
Okkar eigin rauðkál, eplasalat, steikt-
ar kartöflur og grænmeti
Glæsilegt eftirréttahlaðborð unnið
af matreiðslumönnum staðarins í góðu
samstarfi við bakarameistara og köku-
gerðarmenn Kruðerís.
Vefsíða: https://utiblainn.is/