Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 14
14 FÓLK 21. sept 2018 Plastlaus september Prófaðu umhverfisvæna ruslapokann SEGÐU NEI VIÐ PLASTI • Brotnar niður á nokkrum vikum • Umhverfisvænn • Slitsterkur Munir Þjóðminjasafnsins til sölu á Facebook n Óreiðukennd skráning gjafa n Meðhöndlaðar eins og einkagóss M argir hlutir sem Þjóðminja- safn Íslands hefur fengið að gjöf frá einstaklingum og fyrir tækjum hafa end- að sem söluvarningur á Facebook- -síðum. Um er að ræða varahluti í bíla, suma ónotaða en einnig hafa heilu bílarnir horfið úr safnkostin- um. Þorlákur Pétursson, sonur fyrr- verandi starfsmanns safnsins, fékk hlutina þegar verið var að flytja geymslu staðarins vegna þess að þeir voru óskráðir. Þjóðminjavörð- ur segir að „gamaldags vinnubrögð“ hafi valdið þessu. Þjóðminjasafnið, sem geymir helstu fornminjar Íslendinga og þar með stóran hluta af sögu landsins, stendur núna í gífurleg- um flutningum á safnkosti sínum í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérstaklega hannað til að varðveita slíka gripi. Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörð- ur stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi þar sem hann bauðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.“ Húsnæði í eigu ríkisins notað í yfir áratugi sem einkageymsla Þjóðminjasafnið fær fjölda gjafa, bæði frá einstaklingum og fyrir- tækjum, og er þeim komið fyrir í mörgum geymslum. Ein af þess- um geymslum hýsir marga muni sem tengjast samgöngum, svo sem báta, flugvélar og fjölmargar bifreiðar. Fyrrverandi starfsmað- ur Þjóðminjasafnsins, Pétur Jóns- son, tók við munum fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og setti í þessa geymslu, eða það hélt fólk sem gaf hluti að minnsta kosti. Svo virðist sem lítið sem ekkert af þessum munum hafi verið skráð formlega hjá Þjóðminjasafninu og teljast því þeir sem óskráðir mun- ir og þar af leiðandi var ákveðið að þeir yrðu ekki geymdir. Umtals- vert magn af þessum óskráðu hlutum sem Pétur var með umsjón yfir enduðu í höndum sona hans, Þorláks og Gunnars. Sögðu þeir Þjóðminjasafninu að faðir þeirra hefði safnað þessum hlutum til margra ára. Að hann sjálfur hefði fengið þá að gjöf en ekki safnið. Kostnaðurinn við losun á geymslunni hefur verið um- talsverður og einnig hefur tekið sinn tíma að losa hana. Upprunalega átti að skila geymslunni þann 1. júní síð- astliðinn en það hefur dreg- ist og bað Þjóðminjasafnið um frest til 1. október því það tók svo langan tíma að tæma húsið. Ríkið seldi eignina nú í sumar til Kópavogsbæjar og rukkar bærinn Þjóðminjasafnið ekkert fyrir veru þess í húsnæð- inu. Samningar ekki undirritaðir Þjóðminjasafnið útbjó samning við syni Péturs og fengu þeir af- henta marga hluti úr geymslu safnsins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðminjasafninu hafa hvorki Þorlákur Pétursson né Gunnar Pétursson skrifað undir samn- ingana sem voru gerðir árið 2016 fyrir utan samning um eina bif- reið. Það ár fengu þeir, samkvæmt heimildum DV, mjög mikið magn af bílavarahlutum, aukahlutum fyrir bifreiðar og jafnvel heilar bif- reiðar. Margir þessarar hluta eru yfir 80 ára gamlir og má þar nefna Ford-bifreiðar frá árunum 1935 og 1936. Þjóðminjasafnið hefur engin gögn um nákvæmlega hvaða hluti þeir bræður tóku. Aðeins er talað um „óskráðan varahlutalager.“ Blaðamaður DV ræddi við Lilju Árnadóttur, sviðsstjóra muna- safns hjá Þjóðminjasafninu, um munina sem enduðu hjá Þorláki. Hvort fólk sem gaf hluti í góðri trú um að þeir yrðu varðveittir, en sem síðar kom í ljós að yrðu aldrei notaðir af safninu, og vildi nálg- ast þá hluti aftur, gæti fengið þá til baka. Sagði Lilja að þeir einstak- lingar gætu haft samband við sig og hún myndi ræða við Þorlák um að skila þeim. Blaðamaður minnti þá Lilju á að Þorlákur hefði ekki enn þá skrifað undir samn- inginn frá 2016 og hún sagði: „Ég get alveg gert samt, ég er búinn að þekkja hann Þorlák síðan hann var barn.“ „Ég tók bara það sem gamli kallinn átti“ Þorlákur Pétursson er með umtals- vert magn af varahlutum til sölu á erlendum Facebook-síðum. Til dæmis í Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku. Þar býður hann upp á mikið magn af varahlut- um í fornbifreiðar, varahlutum sem enn eru í kassanum og hafa aldrei verið notaðir. DV skoð- aði eina af þessum sölusíðum vel og kom í ljós að á einni slíkri var hann með nálægt 400 hluti til sölu og er heildarverðmæti þeirra vel yfir tvær milljónir króna. Ekki er vitað hversu mikið af hlutum úr geymslu Þjóðminjasafnsins Þor- lákur hefur nú þegar selt. En fólk sem gaf hluti til safnsins í góðri trú getur því miður ekki búist við því að fá þá hluti til baka þar sem mik- ið af þeim er nú þegar selt sam- kvæmt heimildarmönnum DV. DV náði stuttu tali af Þorláki þar sem hann var erlendis. Hann segir: „Ég tók bara það sem gamli kallinn átti. Ég er svo mikið að rífa í sund- ur bíla.“ Spurður hvernig hann gæti fengið bílavarahluti í pakkn- ingum þegar hann rífur niður bíla sagði hann: „Hann átti svo mik- ið af dóti í geymslunni, ég veit til þess að hann fékk varahlutalagera héðan og þaðan.“ Símtalið endaði með því að það slitnaði, en blaða- maður reyndi ítrekað að ná í Þor- lák aftur en ekki var svarað. Í samtali við DV sagði Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður að þarna hafi verið um gömul vinnubrögð að ræða og væri nú verið að vinna í því að leiðrétta þau. n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Varahlutur frá árinu 1929 til sölu á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.