Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 36
Heilsa 21. september 2018KYNNINGARBLAÐ Ég hef fengið til mín fólk á æf-ingar klukkan sex á morgnana, fólk sem sá ekki fram á að geta nokkurn tíma vaknað á þeim tíma. En svo eru sömu einstaklingarnir farnir að mæta klukkan sex til að æfa sjálfir þegar þeir eru ekki í tíma hjá mér,“ segir Teitur Arason, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, um þá undraverðu breytingu sem verður á lífsstíl og viðhorfi fólks sem ílengist í líkams- rækt. Teitur starfar í World Class Laug- um þar sem hann þjálfar bæði íþróttafólk og almenning. „Ég hef þjálfað fólk á öllum aldri og af öllum gerðum. Af íþróttafólki hef ég mest fengið til mín leikmenn úr fótbolta og handbolta ásamt því að hjálpa keppendum í fitness að undirbúa sig. Síðan koma margir til mín sem vilja einfaldlega bæta heilsu sína og lífs- gæði,“ segir Teitur. En það er margt ólíkt við að þjálfa almenning og íþróttafólk: „Íþrótta- menn hafa meiri reynslu og með þeim er maður jafnframt oft að vinna gegn undirliggjandi meiðslum. Auk þess eru þeir oft að æfa með mjög skilgreind markmið í huga varðandi til dæm- is hraða, snerpu og sprengikraft á meðan flestir sem stunda ekki íþróttir þurfa ekki að kafa jafn djúpt í mark- mið sín í líkamsrækt, heldur styðjast frekar við markmið sem miðast við aukið þol, styrk og liðleika.“ Árangur tekur tíma Af almennum borgurum sem leita til Teits kemur fólk á öllum aldri í alls konar formi. „Ég er til í að vinna með hvaða fólki sem er svo lengi sem það tileinkar sér rétt viðhorf og er tilbúið að leggja sig fram.“ Teitur segir það nokkuð útbreitt hugarfar hjá fólki að vilja árangur strax og það þurfi að átta sig á því að árangur snýst um breyttan lífsstíl og að þetta er langhlaup: „Þetta er algengara hjá yngra fólki sem vill fá hlutina strax en þarf að átta sig á því að maður þarf að vinna fyrir hlutun- um og það tekur tíma.“ Teitur segir mikilvægt að leggja upp með skýr markmið. „Margir byrja og hætta fljótt af því þeir hafa engin markmið og ekkert plan, þá er svo auðvelt að detta út. Það er eins og að mæta í skólann með engan penna eða blað og vita ekki í hvaða tíma maður á að fara – þá lærir maður ekkert. En þetta er lífsstíll sem maður tileinkar sér smám saman og líkamsræktin er heimur sem gaman er að vera í.“ Æfingar eiga að vera skemmtilegar Teitur veitir viðskiptavinum sínum mikinn stuðning og ráð- gjöf varðandi mataræði. Farið er yfir matarvenjur í byrjun og byrjað að notast við mataráætlun. Mælingar og vigtun eru síðan fyrir þá sem það vilja og þurfa á að halda. Æfingar þurfa að vera fjölbreyttar og skemmti- legar. „Æfing er ekki bara æfing og það eru til milljón mis- munandi útfærslur. Það þarf að finna æfingar sem þér finnst skemmtilegar því það er ein- falt reikningsdæmi að ef þú nýtur þess að æfa þá ertu mun líklegri til að ná árangri.“ Til að fá nánari upplýsingar eða panta einkaþjálf- un hjá Teiti er best að senda honum skilaboð á netfangið teiturara14@gmail. com. TEITUR ARASON EINKAÞJÁLFARI: Ef þér finnst það gaman þá nærðu árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.