Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 40
40 FÓLK - VIÐTAL 21. sept 2018 fékk enga aðstoð Eftir morðið fékk Sólveig hvorki áfallahjálp né fjárhagsaðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Hún var mjög blönk og stóð frammi fyrir því stóra verkefni að bera sjö ára son sinn til grafar. „Ég átti ekki krónu en ég þurfti að jarða barnið mitt. Að ríkinu dytti í hug að að­ stoða mig við að jarða barnið. Það hvarflaði ekki að þeim. Þeim datt það ekki í hug. Engin aðstoð og ekki nokkur skapaður hlutur,“ seg­ ir Sólveig sem viðurkennir að hún hafi oft verið nálægt því að gef­ ast upp. „Ég hef nú alltaf haft það mottó að maður bognar en brotn­ ar ekki, en auðvitað skælir maður oft. Það er bara þannig.“ Sólveig rifjar upp aðkomu barna­ verndaryfirvalda eftir atburðinn. Hún segir stofnunin aldrei hafa þurft að hafa afskipti af henni og hennar fjölskyldu fyrr en eftir að Hartmann dó. Þá hafi sú stofn­ un farið að herja á hana með það eitt að markmiði að þagga nið­ ur í henni. Sólveig rifjar upp yfir­ heyrslur yfir Ara sem hún segir barnaverndaryfirvöld hafa eyði­ lagt til að verja eigin hagsmuni. „Þegar að eiginlegum yfirheyrsl­ um kom var barnavernd kölluð til. Þar fékk rannsóknarlögreglumað­ urinn ekki að yfirheyra Ara eins og þurfti. Þær hjá barnavernd stopp­ uðu hann alltaf. Í dag veit ég að þær voru bara að passa sjálfar sig, þær voru hræddar af því að þær báru ábyrgð á Ara. Ég áttaði mig á því fyrir löngu að þær voru að passa starfið sitt og voru hræddar,“ segir Sólveig. Þegar hún komst að þessu sagði hún þeim konum sem unnu hjá stofnuninni á þessum tíma að málið væri geymt en ekki gleymt. Það var í framhaldi af þeim orðum sem þær hófu, að sögn Sólveigar, að herja á hana. „Þær létu mig ekki í friði og héldu því fram að ég hugsaði ekki vel um börnin mín. Það var með ólíkindum hvernig þær töluðu. Foreldrar mínir voru kallaðir á fund þar sem þeim var sagt að þar sem stelpurnar mín­ ar gengju ekki í merkjafötum þá gætu þær orðið fyrir aðkasti. Þá voru þær sagðar skítugar og bara ekki eðlilegar, sem var fjarri sann­ leikanum. Það sem er skrýtið er að ég átti þessar tvær dætur sem þær höfðu afskipti af. Ég átti líka tvo drengi sem bjuggu á heimil­ inu. Þær minntust ekki einu orði á drengina. Ég er einu sinni ekki viss um að þær hafi vitað ég ætti tvo drengi.“ Eftir þessar ásakanir ákvað Sólveig að fara með stelpurnar til barna­ læknis á Akureyri sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert amaði að stelpunum. Umræddur lækn­ ir hafði í framhaldinu samband við barnaverndaryfirvöld. „Þá seg­ ist hann hafa grun um að málið hjá barnavernd sé persónulegt og til þess fallið að þagga niður í mér,“ segir Sólveig sem segir að ekki hafi liðið meira en vika frá athugasemdum barnalæknis þar til hún fékk símtal um að málið hefði verið látið niður falla. „Eftir þetta var ég alltaf hrædd um að ég væri ekki að gera rétt. Ég var búin að missa eitt barn og var alltaf hrædd um hin börnin mín því það var fólk í bænum sem gat endalaust hamrað á manni,“ segir Sólveig og bætir því við að enn það dag í dag sé víða pottur brotinn í málefnum barnaverndar á Íslandi. Lífið með sorginni Lífið hefur svo sannarlega ekki verið dans á rósum fyrir Sólveigu eftir morðið. Hún glímir við kvíða og var að lokum dæmd örorka, „Ónæmiskerfið bara hrundi og í gegnum árin hef ég þegið örorku­ bætur, sem er ekki gaman. Ég bað ekki um að verða öryrki en þannig fór það,“ segir Sólveig sem fór illa út úr bankahruninu 2008 eins og svo margir landsmenn. Sólveig dvaldi um tíma á Spáni og skildi við sambýlismann sinn. Eftir skilnað spruttu svo upp deil­ ur við fyrrverandi eiginmann sem að sögn Sólveigar hertók litla ver­ búð við Óseyri á Akureyri sem Sól­ veig átti. Það mál fór alla leið til Hæstaréttar þar sem Sólveig stóð uppi sem sigurvegari og endur­ heimti eignina. Þótt Sólveig hefði unni málið og endurheimt eign­ ina var hún skuldum vafin. „Ein­ hverra hluta vegna fórst það fyrir að ég gæti sótt um gjafsókn í mál­ inu sem ég er mjög óhress með. Núna stend eftir með rúmlega þriggja milljóna króna reikning frá lögfræðingum, þrátt fyrir að hafa unnið málið,“ segir Sólveig sem býr um þessar mundir í verbúð­ inni. Sólveig er afar ósátt við stjórnvöld í málinu og segir það enn eitt dæm­ ið um hvernig íslenska ríkið hef­ ur farið með hana. „Ég varð rosa­ lega reið og þetta kórónaði öll mín samskipti við ríkið. Hér sit ég eftir, mjög blönk og er að reyna að safna mér peningum svo ég geti lakk­ að gólfið og gert þetta aðeins fýsi­ legra,“ segir hún og bætir við: „Rík­ ið hefur alveg séns á því ennþá að borga mér miskabætur. Íslenska ríkið er búið að eyðileggja líf mitt.“ Sólveig og fjölskylda hafa ráð­ ið sér lögfræðing til að fara ofan í saumana á morðinu á Hartmanni og það hvernig íslenska ríkið stóð að málum. „Morð fyrnist aldrei og nú er svo stutt síðan að hann viðurkenndi það opinberlega að hafa drepið Hartmann að við vilj­ um kanna stöðu okkar.“ n Þeir sem hafa áhuga á að létta undir með Sólveigu og styrkja hana er bent á reikningsnúmerið 0162-26-009777, kt. 210961-5859 Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir faratækja ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Bíldshöfða 12 577 1515 / skorri.is TUDOR „Ég hef aldrei borið kala til Ara, hef ekki getað réttlætt það. Ég ber reyndar heldur ekkert kala til þessa fólks, þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á sam viskunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.