Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 25
FÓLK 2521. sept 2018
V
algeir Skagfjörð ólst upp
föðurlaus og átti sér þá ósk
heitasta að eignast pabba.
Móðir hans átti við áfeng-
is- og geðræn vandamál að stríða
og gengu Valgeir og yngri systkini
hans sjálfala. Hann hitti föður sinn
fyrst 17 ára gamall en varð fyrir svo
miklum vonbrigðum að hann sleit
öll tengsl við hann og vildi ekkert
meira af honum vita. Um 22 árum
síðar lágu leiðir feðganna saman á
ný og það fyrir einskæra tilviljun.
Skilnaðurinn var skelfileg
lífsreynsla
Valgeir er svokallaður „allt muligt“
maður. Hann hefur komið víða við
á lífsleiðinni. Tónlistarmaður, leik-
ari, leikstjóri, námskeiðshaldari,
kennari, markþjálfi og varaþing-
maður eru á meðal þeirra titla sem
hann hefur borið. Hann líkir lífinu
við kafla. „Og ef þú lærir ekki eitt-
hvað af hverjum kafla þá staðnar
þú einfaldlega. Þá er engin fram-
för.“
Hann útskrifaðist frá Leik-
listarskóla Íslands árið 1987 og
var á fullu í „bransanum“ næstu
árin. Seinustu árin hefur hann að
mestu einbeitt sér að leikstjórn og
kennslu. Stundum kemur þó fyrir
að hann sakni leiksviðsins.
„Ég sakna stundum þessa tíma,
ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir
þá sem hafa verið í þessum leiklist-
arbransa. Þetta var náttúrlega lífs-
stíll á sínum tíma. En svo eignaðist
ég börn og fjölskyldu. Ég var eitt-
hvað að leikstýra um tíma en svo
hætti maður eiginlega að nenna
þessu eilífa harki.“
Hann kvæntist Guðrúnu
Gunnarsdóttur árið 2005, eftir 18
ára samband. Þau eignuðust þrjár
dætur, þær Ólöfu Jöru, Önnu Hjör-
dísi og Elísabetu en fyrir átti Valge-
ir dótturina Evu. Barnabörnin eru
orðin fjögur talsins. Hjónabandi
Valgeirs og Guðrúnar lauk 2010 og
skilnaðurinn tók sinn toll á Valgeiri,
andlega og líkamlega. Hann tjáði
sig um þetta erfiða tímabil í lífi sínu
í viðtali við DV á sínum tíma.
„Ég óska engum þess að standa
í þessu því svona skilnaður er alveg
skelfileg lífsreynsla. Ég hef aldrei
upplifað annað eins niðurbrot á
ævi minni. Bæði var þettalangur
tími sem við Guðrún áttum saman,
23 ár, og við vorum búin að ganga í
gegnum margt saman, bæði gleði-
stundir og erfiðleika eins og í öllum
hjónaböndum.
Hjónaband er bara fyrirbæri
sem þú átt á hættu að glata ef þú ert
ekki með hugann við það alla daga.
Það þarf í sjálfu sér ekki mikið til.
En það þarf rosalega mikla vinnu til
þess að halda svona hlutum gang-
andi.
Maður upplifir þetta fyrst sem
endi heimsins, en svo uppgötvar
maður að þetta er upphafið að ein-
hverju nýju.“
Stöðugur ótti og hræðsla
Á uppvaxtarárunum bjó Valgeir í
lítilli íbúð í Álfheimunum ásamt
móður sinni og tveimur yngri syst-
kinum. Hann ól sig upp sjálfur. Fað-
ir hans var enskur tónlistarmaður
sem kynntist móður hans á Hót-
el Borg á sínum tíma. Hjónaband
þeirra entist stutt og faðir hans hélt
til Englands á ný.
„Mamma gat ekki unnið og var
stöðugt að byrja með nýjum og
nýjum körlum sem gátu skaffað
peninga. Ég hef ekki tölu á öllum
stjúppöbbunum sem komu inn á
heimilið.“
Móðir Valgeirs var alkóhólisti.
Persónuleikaröskun gerði það að
verkum að hún átti í erfiðleikum
með greina á milli sannleika og
lygi; hún skildi ekki muninn á milli
veruleika og fantasíu. Oft kom það
fyrir að hún hvarf og skilaði sér ekki
heim svo dögum skipti.
„Yngri systkini mín áttu feður
sem þau heimsóttu en ég hafði
engan annan en mömmu. Stund-
um kom það fyrir að ég þurfti að
hugsa um hana. Ég vissi ekki alltaf
hvernig ástandið ætti eftir að vera
á henni, hvenær eða hvort hún
kæmi heim. Það voru engir gems-
ar á þessum tíma og síminn heima
var yfirleitt lokaður.“
Hann minnist þess að heyra bíll-
hjóð fyrir utan, bílhurðina skellast
og mömmu sína nálgast. „Þá hugs-
aði ég: „Í hvernig ástandi er hún?
Er hún ofbeldisfull, blíð, geðvond?
Hvaða mamma er að fara að koma
inn um dyrnar?“
Hún var oft illa á sig komin. Ég
þurfti að sækja fötu handa henni
því hún þurfti að kasta upp, ég
þurfti að gefa henni að borða og
hlúa að henni. Sjóða jafnvel síðasta
eggið ofan í hana.
Börn sem alast upp við þessar
aðstæður, það er sambærilegt við
það að lifa af styrjöld. Þú ert á tán-
um allan daginn, alla daga ertu
stilltur á kvíða og ótta. Þú ert alltaf á
varðbergi, hættan getur leynst alls
staðar og þú þarft alltaf að vera við-
búinn. Þetta snýst um að lifa af.
Síðan þurfti ég auðvitað líka
að mæta í skólann og spilatíma
og standa skil á hinu og þessu. Á
sama tíma þurfti ég alltaf að vera að
passa að enginn fengi að vita um
ástandið heima. Það voru margir
boltar sem þurfti að halda á lofti og
það var heilmikill pakki fyrir 11 ára
strák.“
Barnaverndarnefnd fylgdist
stöðugt með heimilinu en aldrei
var þó gripið inn í málin.
„Það var sett upp leikrit. Full-
trúinn frá barnaverndarnefnd kom
alltaf í eftirlitsheimsókn á miðviku-
dögum. Áður en hún mætti vor-
um við systkinin öll sett í verkefni,
það þurfti að þrífa allt og ryksuga
hátt og lágt og mamma dró fram
strauborðið og strauboltann. Svo
hringdi dyrabjallan, við fórum til
dyra og tókum á móti fulltrúanum
og inni í íbúðinni var allt spikk og
span. Þetta var rosalega flott leikrit
sem við settum upp, allir tóku full-
an þátt í því. Systir mín sat og var
að læra, bróðir minn var að leika
sér, ég var stundum settur á píanó-
ið og svo var mamma að strauja á
fullu eins og fyrirmyndar húsmóðir.
Þetta var hið fullkomna heimili.
Það var aldrei hægt að setja út á
neitt.
Hún átti aldrei möguleika. Hún
drakk og tók töflur þar til hún dó
um sextugt. Það fylgir þessu mikil
skömm og sektarkennd. Þér finnst
þú bera ábyrgðina. Mér tókst ekki
að láta mömmu hætta. Þegar ég var
beittur ofbeldi þá hugsaði ég með
mér að ég ætti þetta skilið. Þú venst
því að vera stöðugt í ótta og kvíða,
það verður eðlilegt ástand. Einn
daginn fékk ég síðan bara nóg og
fór að heiman, 16 ára gamall.“
Valgeir sér engan tilgang í því að
vera reiður eða bitur vegna þeirra
aðstæðna sem hann bjó við sem
lítill drengur.
„Ég er auðvitað búinn að „feisa“
þetta allt saman. Ég er búinn að
fyrirgefa og þetta er ekki lengur að
stýra mínu lífi eins og hjá svo mörg-
um meðvirkum alkabörnum.“
Stal fötum úr búningageymslu
Leiklistarskólans
Leiklistarferill Valgeirs hófst með
áhugamannaleikfélagi á Akranesi
snemma á níunda áratugnum.
„Ég ætlaði alltaf að verða tón-
listarmaður. Ég var að vinna sem
tónlistarkennari á Akranesi þegar
ég var fenginn til að sjá um tón-
listarflutning í Línu langsokk sem
leikfélagið var að setja upp. Ég bjó
til karakter í leiðinni, fór í kjólföt og
sminkaði mig. Í lok sýningarinnar
var ég dreginn upp á svið þar sem
ég stóð upp og hneigði mig. Ég bjó
til einhvern performans í kringum
það og stjórnendum þótti svo mik-
ið til þess koma að ég var fenginn til
að leika hlutverk í næstu sýningu,
farsa. Mér fannst þetta ótrúlega
skemmtilegt.“
Valgeir var í kjölfarið hvattur til
að leggja leiklistina fyrir sig. Hann
endaði í Leiklistarskóla Íslands
og hafði í raun ekki hugmynd um
hvað hann væri búinn að koma sér
út í. „Þetta var svolítið skrítið. Ég
var elstur í bekknum en þetta voru
rosalega skemmtileg ár. Ég bjó til
þennan karakter, „leiklistarnem-
ann.“ Bjó í herbergi hjá ömmu og
fann þar frakka af afa mínum og
gamlan hermannabakpoka sem
ég setti dótið mitt í. Seldi bílinn
og fékk mér hjól og svo gekk mað-
ur um í einhverjum gömlum föt-
um sem maður fann í búningasafni
Leiklistarskólans,“ segir hann hlæj-
andi.
Andleg vakning
Valgeir er alkóhólisti og tók á sínum
tíma virkan þátt í „sukkinu“ sem oft
virðist loða við leikhúsbransann.
Eftir æfingatörn, og sýningar sem
sugu burt líkamlega og andlega
orku, var vinsælt að kíkja á barinn.
„Ég hætti að drekka árið
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
MYND:/HANNA