Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 57
SAKAMÁL 5721. sept 2018 toppi til táar. Fréttamaðurinn lauk viðtalinu á spurningunni: „Hvar skyldi hann vera, svarti pardus- inn.“ Þar var Donald kominn með enn eitt viðurnefnið og það festist við hann. Úr ránum í mannrán Víkur nú sögunni að 17 ára stúlku, Lesley Whittle. Að kvöldi 13. jan- úar, 1975, tók Lesley á sig náðir í svefnherbergi sínu á heimili fjöl- skyldunnar í Highley í Shropshire. Næsta morgun kom hún ekki niður til morgunverðar og töldu foreldrar hennar að hún hefði sofið yfir sig. Uppi á herbergi var Lesley hvergi að sjá, rúmið tómt og, foreldrum hennar til mikill- ar skelfingar, lausnargjaldskrafa á Dymo-strimli. Krafan hljóðaði upp á 50.000 sterlingspund. Fjölmiðlar fréttu af málinu Að sjálfsögðu fylgdu fyrirmæli um að hafa ekki samband við lög- regluna og að sjálfsögðu var haft samband við lögregluna. Annars sagði í fyrirmælunum að einhver úr fjölskyldunni skyldi fara í versl- unarmiðstöðina Swan í Kidder- minster og bíða þar frekari fyrir- mæla. Ronald, bróðir Lesley, fór í verslunarmiðstöðina, en í milli- tíðinni höfðu fjölmiðlar komist á snoðir um málið og um það fjallað í sjónvarpi. Enginn fundur átti sér stað daginn þann og frekari fyrir- mæli bárust ekki. Ný fyrirmæli, enginn mannræningi Tveimur dögum síðar, um mið- næturbil, var hringt heim til Whittle-fjölskyldunnar; Ronald skyldi fara með lausnargjaldið í símaklefa í Kidsgrove, skammt frá Stoke, og þar myndu bíða hans ný fyrirmæli. Ronald gerði sem fyrir hann var lagt og í símaklefanum voru skila- boð á Dymo-strimli: Ronald átti að keyra til Bathpool Park og blikka bílljósunum þegar þangað væri komið. Hann fór að fyrirmælunum en ekkert bólaði á mannræningjan- um. Inniskór Lesley og upptaka Þennan sama dag gerðist það að öryggisvörður, Gerald Smith, trufl- aði mann við iðju sína í Dudley. Þegar hann, eitt andartak, sneri baki í manninn var hann skot- inn sex sinnum. Öryggisvörður- inn lifði af og kemur ekki frekar við sögu. Skammt frá vettvangi var yfir- gefinn bíll og í ljós kom að honum hafði verið stolið. Í bílnum fund- ust inniskór Lesley og upptökur þar sem hún bað fjölskyldu sína að vera samvinnufús. Skothylki sem fundust þar sem Gerald hafði verið skotinn sýndu að byssan sem notuð var hafði að auki verið notuð af þeim sem rænt hafði pósthúsin og myrt þrjár manneskjur; Svarta pardusnum. Grunsamlegur maður með haglabyssu Nakið lík Lesley fannst 7. mars. Vírlykkju hafði verið smeygt um háls hennar og hún hengd í loft- ræstistokk. Liðu nú margir tíð- indalitlir mánuðir. Þann 11. des- ember tóku tveir lögregluþjónar eftir grunsamlegum manni í Mansfield Woodhouse. Þegar þeir gáfu sig á tal við hann dró hann fram hlaupsagaða hagla- byssu og skipaði þeim að ganga á undan honum. Það varð lögregluþjónunum til happs að tveir vegfarendur komu aðvífandi og sameiginlega tókst þeim að yfirbuga manninn. Kom í ljós að um engan ann- an var að ræða en Svarta pardus- inn. Donald Neilson fékk lífstíðar- dóm og afplánaði hann að fullu því hann dó 18. desember 2011. n 5 ár skildu að yngsta og elsta fórnarlamb indónesíska raðmoringjans Baekuni. Baekuni fékk lífstíðardóm 5. október, 2010, eftir að hafa verið sakfelldur fyrir að hafa kynferðislega misþyrmt og myrt fjögur götubörn í Djakarta. Eftir að hann var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt og misþyrmt nokkrum drengjum á aldrinum 10–12 ára, en fullyrti síðar að fórnarlömb hans hefðu verið 14 talsins. SVARTI PARDUSINN n Donald Neilson hóf glæpaferil sinn með innbrotum n Síðan stundaði hann pósthúsrán n Hikaði ekki við að beita byssunni „Hann var meðal annars kallaður Vofan og Hand- lagni Andy „Hann var svo snar að hann var eins og pardusdýr“ og svart- klæddur frá toppi til táar. Lesley Whittle Hvarf af heimili sínu janúarnótt 1975. Vopnabúr Heimili Donalds hafði ýmislegt að geyma. Svarti pardusinn Donald var lýst sem „pardus“, svo snar var hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.