Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 39
FÓLK - VIÐTAL 3921. sept 2018
þennan ratleik gagngert til þess
að fara með hann niður að á og
henda honum út í.“
Sólveig segist aldrei hafa borið
kala til Ara en segist reið fólkinu
sem átti að passa bæði hann og
drenginn hennar. Þeir voru saman
í lokuðum skóla sem starfræktur
var á þessum tíma undir nafninu
Brattahlíð. Skólinn var lítill og var
ætlaður börnum sem þurftu sérs-
taka aðstoð.
„Þetta var lokaður skóli sem var
hugsaður fyrir krakka sem áttu
eitthvað erfitt, þar sem börn
áttu að vera sérstaklega pössuð.
Minn drengur var með ADHD og
skólinn sem hann var í fyrsta árið
vildi ekki hafa hann inni hjá sér. Ég
man að sumarið eftir fyrsta bekk
gengu skólayfirvöld mjög hart að
mér að setja Hartmann í þennan
skóla. Einhvern veginn fannst mér
alltaf eins og hann ætti ekki að fara
í hann og ég neitaði því alltaf, en
það endaði með því að ég gaf mig,
sem ég hafði aldrei átt að gera,“
segir Sólveig.
Hún veltir því upp hvers vegna þeir
sem stóðu að skólanum og höfðu
það að atvinnu að passa drengina
hafi ekki verið dregnir til ábyrgðar
á sínum tíma. „Hvar er réttlætið?
Af hverju var ekki réttað yfir fólk-
inu sem bar ábyrgð á þessu? Ég er
ekki að tala um Ara, hann var veik-
ur krakki. Ég hef aldrei borið kala
til Ara, hef ekki getað réttlætt það.
Ég ber reyndar heldur ekkert kala
til þessa fólks, þetta fólk hefur ör-
ugglega verið mjög hrætt alla ævi,
að vera með morð á samviskunni.“
Segir Ara hafa misnotað
Hartmann
Eftir umfjöllun Pressunnar um
málið komu fram nýja upplýsingar
en þá greindi bróðir Hartmanns
fjölskyldunni frá því að Ari hefði
misnotað Hartmann skömmu
fyrir morðið. „Hartmann lenti í
misnotkun í skólanum þegar Ari
misnotaði hann. Hann hafði sagt
eldri bróðir sínum frá þessu áður
en hann dó. Ég hefði auðvitað vilj-
að gera eitthvað í því máli, en mér
skilst að það sér fyrnt,“ segir Sól-
veig.
Erfið æska Ara
Gerandinn, Ari, var ungur beittur
skelfilegu ofbeldi. Ofbeldið var svo
hryllilegt að vart er hægt að setja
það á prent. Ari vildi lítið tjá sig
um ofbeldið þegar blaðamaður
Pressunnar ræddi við hann á sínum
tíma. „Ég sækist ekki eftir vorkunn.
Ég varð fyrir mjög grófu líkamlegu
og andlegu ofbeldi á heimili mínu
og þá sérstaklega af stjúpa mínum.
Ofan á það bættist kynferðisleg mis-
notkun stjúpa míns og fleiri einstak-
linga sem í dag hefur enn áhrif á
mig. Móðir mín átti sjálf mjög erfitt á
þessum tímum og hafði því ekki tök
eða getu til þess að styðja mig gegn
ofbeldinu.“
Í frétt Pressunnar frá 1993 segir
að hann hafi oftar enn einu sinni
fundist að næturlagi fáklæddur
og ráfandi talsvert fjarri heimili
sínu. Aðspurður hvernig hafi stað-
ið á því svarar hann: „Ég hafði ekki
kjark í mér til að fara heim af ótta
við barsmíðar.“
Vistaður á vistheimili til
18 ára aldurs
Ari var sendur til Reykjavíkur
og vistaður á barnageðdeild
Landspítalans á Dalbraut í tvö og
hálft ár eftir morðin. Að þeirri vist
lokinni var honum komið fyrir á
nýstofnuðu vistheimili, Árbót í Að-
aldal, skammt frá Húsavík. Heim-
ilinu var sérstaklega komið á fót til
að vista Ara. Þar dvaldi hann til 18
ára aldurs.
Í viðtalinu við Pressuna árið 2015
sagðist Ari ekki hafa brotið af sér
eftir að hann hélt út í lífið að nýju
en fortíðin fylgir honum hvert
skref. Hann flutti til Bandaríkjanna
í kringum árið 2002 þar sem hann
er búsettur í dag. „Að hafa tvö líf á
samviskunni er mjög erfitt. Það er
ekki hægt að lýsa því. Hver sem er
náinn mér eða í nánu sambandi
við mig þarf að vita sögu mína. Þú
getur ímyndað þér hvernig það
er fyrir mig að segja fólki sem ég
elska að ég hafi drepið börn,“ sagði
Ari í viðtali við Pressuna árið 2015.
Afsökunarbréf frá Ara
Í kjölfarið á ítarlegri umfjöllun
Pressunnar um málið árið 2014
sendi Ari mæðrum drengjanna,
þeim Bjarnheiði Ragnarsdóttur
og Sólveigu Austfjörð Bragadóttur,
opið bréf þar sem hann baðst af-
sökunar á gjörðum sínum. „Kæra
Sólveig og Bjarnheiður. Það sem
mig hefur langað að segja er að,
já það er rétt að ég átti mjög erfitt
sem krakki og já, það hefði átti að
grípa inn í mörgum árum fyrr, en
það breytir ekki því að ég er ábyrg-
ur fyrir dauða barnanna ykkar. Ég
hef aldrei ætlast til þess af neinum
að fyrirgefa mér á þeim forsend-
um að ég hafi átt erfiða æsku,
heldur frekar á þeim forsendum
að ég er betri maður í dag,“ skrif-
aði Ari meðal annars í bréfinu sem
vakti töluverða athygli.
Bréfið fór fram hjá Sólveigu á sín-
um tíma og það var ekki fyrr en
DV rifjaði málið upp fyrr í sumar
sem hún las það. Hún segir erfitt
að lýsa tilfinningum sínum eftir
lesturinn. „Hann var auðvitað
bara barn á þessum tíma og ég hef
alltaf litið svo á að allir eigi rétt á
því að lifa. Líka Ari.“
Ofsótt af barnavernd og
Dragháls 14-16 Sími 412 1200
110 Reykjavík www.isleifur.is
Straumhvörf
í neysluvatnsdælum
Grundfos Scala 3-45
Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og
hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra
Innbyggð þurrkeyrsluvörn
Afkastar 8 aftöppunar stöðvum
Sólveig fékk hvorki áfallahjálp né fjárhagsaðstoð eftir að syni hennar var drekkt:
„Barnið mitt var myrt
í skóla á þeirra vegum“
„Hvar er réttlætið? Af
hverju var ekki réttað yfir
fólkinu sem bar ábyrgð á þessu?
„Ég er ekki
að tala um
Ara, hann var
veikur krakki.