Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 31
Heilsa 21. september 2018 KYNNINGARBLAÐ Skvass, eða veggtennis eins og það er stundum kallað, hefur tíu ár í röð verið valið heilsusam- legasta íþróttagreinin af tímaritinu Forbes Magazine. Það kemur þeim ekki á óvart sem þekkja til íþróttarinn- ar enda eykur hún mjög þol og styrkir líkamann alhliða auk þess að þykja afar skemmtileg. Skvassfélag Reykjavíkur býður almenningi upp á að stunda skvass í veglegu húsnæði sínu að Stórhöfða 17, Reykjavík. Þar eru fjórir skvasssalir. Kim Magnús Nielsen er formað- ur Skvassfélags Reykjavíkur og sér einnig um unglingastarf í félaginu. Kim er fimmtánfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og er núverandi landsliðs- þjálfari í skvassi. Landsliðið tók þátt í EM í Lettlandi í apríl og lagði þar að velli fjórar þjóðir. Að sögn Kims er skvass íþrótt sem hentar öllum. „Fólk eldist mjög vel í íþróttinni og hingað koma margir sem eru á sjötugsaldri. Þú spilar bara á þinni getur og mótspilarar þínir eldast líka,“ segir Kim. Hann segir að tvenndarleikur í skvassi þekkist en langalgengast sé að spilað sé einn á móti einum. „Hins vegar bóka stund- um þrír til fjórir sal í einu og tveir hvíla sig á meðan hinir keppa. Við erum líka með hefðbundna líkamsræktarstöð hérna á annarri hæð og því er hægt að kaupa árskort í skvass og ræktina,“ segir Kim en sumir flétta saman æfingar í tækjasal og skvassi. Skvass er afskaplega skemmtileg íþrótt sem veitir mikla útrás jafn- framt því að byggja upp þol og styrk iðkenda. Kannski er skvass nákvæm- lega íþróttin sem þig vantar núna til að taka með þér inn í annasaman og skemmtilegan vetur? Skvasstíma er hægt að bóka með einföldum og þægilegum hætti á vefsíðunni skvass.is eða í síma 577- 5555. Stöðin er sem fyrr segir að Stórhöfða 17. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8 til 22, föstudaga frá 7 til 20, laugardaga frá 9 til 16 og sunnudaga frá 10 til 16. KOMDU Í SKVASS: Heilsusamlegasta íþróttin Kim Nielsen (til hægri) og Matthías Jónsson GUÐMUNDUR EGGERT EINKAÞJÁLFARI: „Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup“ Einkaþjálfarinn Guðmundur Eggert Gíslason er nú farinn á fulla ferð eftir rólegt sumar og á nokkra lausa tíma bæði í einkaþjálfun og fjar- þjálfun. Guðmundur, sem er þrítugur í dag, kynntist líkamsrækt þegar hann var 18 ára og byrjaði hjá einkaþjálfara. Hann þjálfar í hinum glæsilegu líkams- ræktarstöðvum Reebok Fitness þar sem fólk æfir við fyrsta flokks aðstæður. „Fólk kemur til mín í mjög misjöfnu ástandi, eins og gengur. Meirihlutinn vill létta sig en ég fæ líka oft til mín unga stráka sem vilja þyngja sig með því að byggja upp vöðvamassa. Mikilvægt er að sníða þjálfunina að þörfum hvers og eins einstaklings,“ segir Guðmundur Eggert. Margir gera sér ekki grein fyrir því að ekki bara of þungt fólk upplifir sig ekki í formi, það getur verið erfitt að vera alltof léttur og kraftlítill. „Fram á unglingsár var ég mjög grannur og fannst ræktin aldrei eiga við mig. En strax eftir fyrsta tímann í ræktinni má segja að það hafi ekki verið aftur snúið. Ég byrjaði með það markmið að þyngja mig, ég var um 65 kíló árið 2006 og var orðinn 92 kíló snemma árs 2014, með æfingum og réttu mataræði. Ég er um 81 kíló í dag,“ segir Guðmundur Eggert en hann kynntist líkamsræktarheiminum árið 2006 er hann fór á fyrstu æfinguna með einkaþjálfara. „Ég byrjaði í viðskiptafræði haustið 2008, rétt fyrir hrun og lauk því námi árið 2013. Ég sá þá ekki mikla framtíð í því fagi og fór í einkaþjálfaranám árið 2015. Kannski er það hruninu að þakka að ég er einkaþjálfari í dag,“ segir Guð- mundur Eggert. Guðmundur Eggert býður upp á þrjár þjálfunarleiðir; einkaþjálfun, paraþjálfun og fjarþjálfun. Persónuleg þjónusta, sérsniðið æfingaprógramm, eftirfylgni og stuðningur einkenna allar leiðirnar. Þjónusta Guðmundar Eggerts er fyrir fólk á öllum aldri en hann undirstrikar mikilvægi þess að fólk gerir líkamsrækt- ina að lífsstíl: „Margir vilja sjá árangur strax og sumir gefast upp ef hann kemur ekki eftir nokkrar vikur. En þetta er langhlaup, ekki spretthlaup – og ég reyni að koma þeirri hugsun af stað strax í byrjun.“ Fyrir þá sem vilja frekari upp- lýsingar um þjón- ustu Guðmundar Eggerts eða vilja byrja að æfa undir leiðsögn hans er best að skoða vefsíð- una gudmundur.org. Guðmundur Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.