Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 48
48 21. september 2018 Tímavélin Gamla auglýsingin7. september 1916 Vísir Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Björg stökk fyrst kvenna í fallhlíf á Íslandi Þ ann 12. júní árið 1967 var brotið blað í áhættu­ íþróttasögu landsins þegar fyrsta konan fór í fallhlífarstökk hér á landi. Það var Björg Kofoed­Hansen, átján ára, sem varpaði sér úr flug­ vél yfir Sandskeiði, austan við Reykjavík. Faðir hennar var Agn­ ar Kofoed­Hansen, flugmála­ stjóri og fyrrverandi lögreglu­ maður, en hann stökk ári áður, fyrstur karla. Blaðamenn Morgunblaðsins fylgdust með stökkinu og þegar þeir komu að var Eiríkur Kristins­ son, flugumferðarstjóri og fall­ hlífarstökkskennari, að gefa Björgu síðustu leiðbeiningarnar. „Mundu nú að telja,“ sagði Einar og Björg virtist ókvíðin. Vélin tók á loft og hringsólaði nokkra hringi yfir útbreiddu marki. Björg stökk út og fimm sekúndum síðar opnaðist hlífin. Töluverður vindur var á Sand­ skeiði og Björg sveif nokkuð frá markinu en eftir tveggja mínútna svif lenti hún heilu og höldnu. „Þetta var stórkostlegt,“ sagði Björg eftir lendinguna. Sagði hún blaðamanni að hún hefði aldrei komið auga á markið en jafnframt að hún hefði aldrei orðið hrædd. „Það var enginn tími til slíks.“ Björg sagðist ætla að halda áfram og gæti vart beðið eftir næsta stökki. Hún sagði að áhuginn hefði kviknað eftir að faðir hennar stökk ári áður. Þá hafi hún strax byrjað að læra sjálf. Hún stóð við stóru orðin og stökk fjórum sinnum á tveimur árum. n Á rið 1967 myrti lögmaður­ inn Þorvaldur Ari Arason fyrrverandi eiginkonu sína, Hjördísi Úllu Vilhelms­ dóttur, á hrottafenginn hátt. Stakk hann hana margsinnis með eldhús­ hníf á heimili hennar í vitna viður­ vist. Þrettán árum síðar hafði hann afplánað sinn dóm, fengið upp­ reist æru og fékk að flytja mál fyrir Hæstarétti að nýju. Saga Þorvaldar hefur verið sett í samhengi við mál lögmannsins Atla Helgasonar sem í tvígang hefur reynt að fá lögmanns­ réttindi sín eftir afplánun fyrir morð. Öllu er lokið Klukkan rúmlega níu að morgni laugardagsins 7. janúar árið 1967 varð eldri kona vör við mikinn skarkala í húsi sínu. Hún var íbúi á efri hæðinni á Kvisthaga 25 í vestur­ bæ Reykjavíkur en hávaðinn kom af neðri hæðinni. Hávaðinn var slík­ ur að henni stóð ekki á sama og bankaði hjá nágrönnum sínum til að spyrja hverju sætti. Dyrnar voru ekki opnaðar en fyrir innan heyrðist rödd sem bað hana að kalla til lög­ reglu sem hún gerði. Tveir lögregluþjónar komu á bíl og fundu Þorvald Ara Arason, þekktan lögmann, sitja á útidyra­ tröppunum, augljóslega mjög drukkinn og var hann ataður í blóði. Hann var 38 ára gamall á þessum tíma og hafði margsinnis rætt við lögregluþjónana í tengslum við ýmis mál. Annar lögregluþjónn­ inn spurði Þorvald hvað hann væri að gera og Þorvaldur svaraði róleg­ ur: „Eiginlega ekkert, öllu er lokið.“ Lögregluþjónarnir báðu Þor­ vald að bíða rólegan á meðan þeir athuguðu hvað hefði skeð í húsinu og samþykkti hann það án mót­ mæla. Þegar þeir komu inn á neðri hæðinni blasti við þeim sjón líkt og úr svæsnustu hryllingsmynd. Blóð var uppi um flestalla veggi íbúðarinnar og ljóst að mikil átök höfðu átt sér stað. Mesti blóðferill­ inn var í tveim forstofum íbúðar­ innar. Þegar lögregluþjónarnir litu inn á baðherbergið fundu þeir mjög illa farið lík konu í baðkarinu. Þetta var Hjördís Úlla, fyrrverandi eigin­ kona Þorvaldar, og jafnaldra hans. Hún hafði verið stungin margsinnis með eggvopni, í andlitið, brjóst­ kassann, magann og á aðra staði líkamans. Hún hafði ekki verið myrt í baðkarinu heldur dregin þangað af Þorvaldi. Þorvaldur og Hjördís voru ekki ein þegar ódæðið var framið og lög­ reglumennirnir fundu annað fólk fyrir í íbúðinni. Fullorðnar mæðg­ ur, frænkur Þorvaldar sem dvöldu í einu herbergi voru vitni að þessu, sem og sex ára dóttir Þorvaldar og Hjördísar. Eldri frænkan hafði reynt að stöðva árásina og sjálf feng­ ið skurð á hné. Hún var ekki talin í hættu en var engu að síður send á spítala. Aðstoðarborgarlæknir mætti á svæðið og úrskurðaði Hjördísi látna á staðnum. Þorvaldur var handtek­ inn og færður til yfirheyrslu í Hegn­ ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Mæðgurnar voru einnig yfirheyrð­ ar sem vitni. Hafin var rannsókn og fannst þá morðvopnið, 20 til 25 sentimetra langur eldhúshnífur, mjög oddhvass. Kom með hnífinn með sér Þorvaldur og Hjördís giftust árið 1953 og áttu saman fjögur börn. Eftir að þau skildu, um mánuði fyrir þennan örlagaríka dag, voru börnin hjá móður sinni. Þrír drengir þeirra, á aldrinum átta til tólf ára, voru farnir út þegar Þorvaldur bankaði upp á og vildi komast inn. Þorvaldur hafði verið í sam­ kvæmi kvöldið áður en farið heim til að sækja áfengisflösku. Þá náði hann einnig í eldhúshnífinn. Hann fór þá aftur í samkvæmið og drakk stíft. Klukkan 7.45 tók pantaði hann leigubíl að bakaríinu í Skjaldbreið en leigubíllinn var farinn þegar hann kom þaðan út. Þá fékk hann far með öðrum bíl að Kvisthaga. Þegar hann kom þangað vildi Hjör­ dís ekki hleypa honum inn enda var hann mjög ölvaður. Hann byrjaði þá að öskra og láta mjög dólgslega. Braut hann rúðu á útidyrahurðinni og setti höndina inn fyrir til að opna og sá heimilis­ fólk þá að hann var með hnífinn með sér. Þorvaldur var mjög æstur og reifst hátt við Hjördísi. Eftir það veittist hann að henni með hnífn­ um og frænkan reyndi að ganga á milli. Lauk árásinni með þessum voveiflega hætti. Við yfirheyrslur viðurkenndi Þorvaldur að hafa komið með hníf­ inn með sér en neitaði hins vegar að hafa drepið Hjördísi að yfirlögðu ráði. Hann hafi ætlað að láta hana fá hnífinn til þess að vinna á honum sjálfum. Var hann dæmdur í gæslu­ varðhald og látinn gangast undir geðrannsókn. Lokuð réttarhöld Rannsókn málsins stóð yfir fram á sumarið og í maí var hann metinn sakhæfur eftir geðrannsókn. Eftir það var ákæra á hendur honum birt og réttarhöldin undirbúin. Þann 13. september hófust réttar­ höldin í Sakadómi Reykjavíkur og athygli vakti að þau voru lokuð al­ menningi, sem er harla óvenju­ legt í morðmálum. Var það ekki að ósk Þórðar Björnssonar dómsfor­ seta heldur bæði verjanda og sak­ sóknara. Sagði verjandi það gert vegna viðkvæmrar stöðu vitna. Þann 30. október var dómur kveðinn upp í málinu og var Þor­ valdur fundinn sekur um að hafa ráðið Hjördísi bana. Hlaut hann sextán ára fangelsisdóm sem var með allra þyngstu dómum sem hafa fallið hér á landi eftir að dauðarefs­ ing var afnumin. Að auki var hann sviptur lögmannsréttindum sín­ um og dæmdur til greiðslu sakar­ kostnaðar. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti 14. október ári síðar og hóf Þorvaldur afplánun í fangelsinu að Litla­Hrauni. MYRTI FYRRVERANDI EIGINKONU SÍNA EN FÉKK LÖGMANNSRÉTTINDIN AÐ NÝJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.