Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 42
42 MENNING 21. sept 2018 E inn af fyrirlesurum ráðstefn­ unnar var Tom Vasel, þekkt­ asti borðspilagagnrýnandi heims sem rekur Youtube­ rásina The Dice Tower. Vasel, sem er upprunalega frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, hóf að skrifa gagnrýni árið 2002 þegar hann starfaði sem stærðfræðikennari í kristilegum skóla í Suður­Kóreu. Þetta vatt upp á sig og Vasel byrj­ aði með hlaðvarpsþátt og síðan Youtube­rás sem hefur sprungið út. Árið 2012 hætti hann að kenna og starfar nú alfarið við rásina. Fjöldi einstaklinga úti um allan heim er nú með reglulega þætti en Vasel og félagar hans, Sam Healey og Zee Garcia, eru stærstu stjörnu­ rnar. Garcia kom með Vasel til Ís­ lands og lásu þeir upp sína víð­ frægu topp 10 lista sem minna um margt á besta uppistand. Blaða­ maður DV tók eitt spil við Vasel og ræddi við hann á eftir. Bjóstu við að The Dice Tower yrði jafn stór og raunin varð? „Já, ég ímyndaði mér það al­ veg. Ég ímynda mér alls kon­ ar hluti, risasórar ráðstefn­ ur og fleira, en kannski ekki að þetta myndi vaxa svona hratt. Ég verð alltaf pirraður þegar ég sé við­ töl við einhvern sem hef­ ur unnið America’s Got Talent eða eitthvað í þeim dúr sem segir að hann hafi ekki búist við þessu. Þá hugsa ég alltaf: Jú, þú gerðir það! Þess vegna skráðir þú þig í keppn­ ina,“ segir Vasel og hlær. Vasel byrjaði að skrifa fyrir síð­ una Boardgamegeek, sem er í dag stærsti gagnagrunnur og samskiptaforrit fyrir spilaáhugafólk. Fólk kunni að meta skrif hans og þess vegna hélt hann áfram. Hversu marga fasta fylgjendur hefur Youtube­ stöðin dag? „Við erum komin upp í um 200 þúsund og við erum alltaf að þró­ ast. Fyrst skrifin, svo hlaðvarp­ ið, svo myndbandsupptökur og nú erum við byrjuð að sjá um ráðstefn­ ur. Ég fer á um tólf ráðstefnur á ári, um eina á mánuði, því ég vil ekki vera fjarri fjölskyldunni of lengi.“ Internetið er grimmur staður Tom og eiginkona hans Laura eru kirkjuræk­ ið fólk, búsett í Flórída­fylki. Þau eiga sjö börn sem koma iðulega fyrir í myndböndunum og ein af ástæð­ unum fyrir vinsældum rásarinnar er sú að þau hafa hleypt áhorfend­ um inn í líf sitt á opinskáan hátt. Tímabilið frá 2009 til 2011 var erfitt fyrir fjölskylduna því þá greindist ein dóttirin með langvinnan sjúk­ dóm. Í nóvember 2010 fæddist sonurinn Jack Vasel fyrir tímann en hann lifði aðeins í tvo mánuði. Í kjölfarið stofnuðu þau minn­ ingarsjóð í hans nafni og fer ágóðinn í að styrkja spilaáhugafólk sem á við erfiðleika að stríða. „Mér datt aldrei í hug að það yrði nokkurn tímann ráð­ stefna hér á Íslandi. En þegar ég heyrði af henni vildi ég auðvitað koma. Það hefði í raun ekki skipt máli hvort ráðstefnan yrði haldin eða ekki, ég hefði verið ánægður að fá að koma til Íslands. Þetta er flottur og skemmtilegur staður, þó að allt sé reyndar dýrt hérna. Ég er ekki vanur að sjá svona lands­ lag, fjöll, kletta, goshveri. Þetta er allt svo frumstætt enda hef­ ur landið verið notað sem bakgrunn­ ur í svo margar kvikmyndir. Í Flórída er allt grænt. Það sem mér líkar einnig er hversu rólegt allt er. Ólíkt Bandaríkjunum er enginn að flýta sér hér.“ Snýst allt heimilislífið um borðspil? „Nei, alls ekki. Elsta dóttir mín hefur mikinn áhuga og hef­ ur sjálf gagnrýnt spil á stöðinni. Sú næstelsta hefur engan áhuga á spilum en hún ljósmyndar og tekur upp myndbönd. Ég vill ekki vera „öfugur­nörd.“ Pabbi hafði mikinn áhuga á íþróttum en hann neyddi mig ekki til að taka þátt. Fólk hefur ólík áhugamál og það er í fínu lagi.“ Hvað er mest gefandi við þetta starf? „Að hitta fólk úti um allan heim sem kemur og talar við mig,“ segir Tom ákveðinn. „Það vermir mér um hjartarætur þegar ég heyri sögur frá fólki sem segir að fjölskyldur þeirra hafi orðið nánari eftir að hafa horft á rásina og farið að stunda áhugamálið.“ En það versta? „Netið getur verið grimmur staður og fólk skrifar þar hluti sem særa. Það er til fólk sem er illa við mig af einhverri ástæðu sem ég kann ekki að nefna. Þegar ég sé þannig skrif verð ég að minna mig á að þetta skiptir í raun og veru engu máli. Það get­ ur þó ver­ ið niður­ drepandi stund­ um.“ Youtube-stjarna mætti á Midgard í Laugardalshöll Ráðstefnan Midgard Reykjavik var haldin helgina 15.–16. september og gekk vonum framar. Á sunnu- deginum seldust miðarnir upp og töluvert var um erlenda ferðamenn á svæðinu. Allir „nördar“ gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars var boðið upp á borðspilamót, Cosplay-keppni, víkingaslag, fyrirlestra um Star Wars og uppistand. Tölvuleikja- framleiðendur, myndlistarmenn, góðgerðarsamtök og fleiri stilltu einnig upp sölu- og kynningarbásum. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.