Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 49
4921. september 2018
Þorvaldur afplánaði ekki þegj
andi og hljóðalaust. Innan múra
skrifaði hann greinar um ástand
réttarkerfisins hér á landi sem hon
um fannst bagalegt. Betrun væri
engin, litið væri á fangana sjálfa
eins og svín og ekkert væri hug
að að andlegri heilsu þeirra. Sjálf
ur sneri hann sér að listmunagerð,
leirkeragerð og bókbandi. Hannaði
hann til dæmis verk úr sígarettu
pökkum sem átti að túlka íslenska
réttar kerfið.
Umdeildur lögmaður
Árið 1975 var Þorvaldur kominn úr
fangelsinu og á fjögurra ára skilorð.
Um tíma vann hann verkamanna
vinnu og lærði bókasafnsfræði.
Tveimur árum síðar fór hann aftur
að starfa í tengslum við lögfræði og
árið 1980 fékk hann full lögmanns
réttindi að nýju eftir úrskurð Saka
dóms Reykjavíkur. Það var á með
al síðustu embættisverka Kristjáns
Eldjárns, forseta Íslands, að veita
honum uppreist æru þann 3. júlí
það ár.
Bæði Lögmannafélagið og
dómsmálaráðuneytið veittu já
kvæða umsögn fyrir því að Þor
valdur fengi réttindin að nýju en
úrskurðurinn var þó ekki óum
deildur. Þórður Björnsson, þá ríkis
saksóknari, fékk hann í hendur og
kærði til Hæstaréttar. Um miðjan
október staðfesti Hæstiréttur úr
skurðinn og mánuði síðar flutti
Þorvaldur mál fyrir sama rétti,
tæpum fjórtán árum eftir að hann
myrti fyrrverandi eiginkonu sína.
Þorvaldur var síður en svo lítið
áberandi og óumdeildur í þjóð
félagsumræðunni síðustu árin og
beitti sér á hinu pólitíska sviði.
Árið 1986 var umræða um að vísa
honum úr Lögmannafélaginu eftir
að hann kallaði Jón Skaftason yfir
borgarfógeta „keyptan kommún
ista“ og árið 1990 var hann kærð
ur fyrir fjárdrátt frá umbjóðanda
sínum. Það sama ár vildi Þorvald
ur á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í Norðurlandskjördæmi vestra en
flokksforystan lagði ekki í prófkjör.
Hann lést árið 1996.
Mál Atla Helgasonar
Mál Þorvaldar Ara hefur verið sett
í samhengi við mál annars lög
manns, Atla Helgasonar, sem mik
ið hefur verið í umræðunni undan
farin ár. Atli var dæmdur fyrir
morðið á Einari Erni Birgissyni, fé
laga sínum, sem framið var með
hamri í Öskjuhlíðinni 8. nóvember
árið 2000. Hann hlaut sextán ára
fangelsisdóm og missti lögmanns
réttindi sín en var kominn á Vernd
níu árum eftir uppkvaðningu.
Árið 2014 greindi DV frá því að
Atli væri hluthafi í lögmannsstof
unni Versus og ári síðar fékk hann
uppreist æru hjá forseta. Rétt eins
og Þorvaldur vildi hann fá réttindin
aftur og sótti um þau árið 2016.
Þegar taka átti málið fyrir í Héraðs
dómi Reykjavíkur hætti hann hins
vegar snögglega við og sagði að
starfsréttindi sín væru minna virði
en þjáningar aðstandanda Einars.
En þá hafði Lögmannafélagið lagst
gegn því að Atli fengi réttindin að
nýju.
Eftir að barnaníðingurinn Ró
bert Downey fékk sín lögmanns
réttindi endurheimt árið 2017
ákvað Atli að sækja um á nýjan
leik. Í máli Downeys hafði kom
ið fram að umsögn Lögmannafé
lagins væri óþörf ef félagið hefði
ekki komið beint að sviptingu. Vor
ið 2018 fékk Atli því réttindin sam
þykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavík
ur. Þegar málið kom til Landsréttar
var umsókninni hins vegar synjað í
ljósi þess að Atli hafði orðið gjald
þrota og ekki áunnið sér traust sem
lögmenn verða að njóta. n
TÍMAVÉLIN
Kaldunnin þorsklifrarolía
Íslensk framleiðsla
120/180
60
220 ml
Dropi af
náttúrunni
„Fyrir mér er
Dropi heilindi og
lífsorka”
Fyrstu umferðarljósin í bænum
H
austið 1949 voru
umferðar ljós sett upp hér
á landi í fyrsta skipti enda
bifreiðaeign landsmanna
að aukast jafnt og þétt. Var ljós
unum komið fyrir á fjórum fjöl
förnustu gatnamótum í miðbæ
Reykjavíkur.
Þann 8. nóvember var ljós
unum komið fyrir. Sigurjón Sig
urðsson lögreglustjóri og Einar
B. Pálsson verkfræðingur fylgdust
vel með á gatnamótum Lauga
vegar og Skólavörðustígs. Margir
vegfarendur hópuðust einnig að.
Voru ljósin talin „hin sann
gjörnustu og stöðva engan leng
ur en bráðnauðsynlegt er til
að viðhalda góðri reglu á um
ferðinni“ eins og segir í frétt
Morgunblaðsins.
Var brýnt fyrir öllum ökumönn
um að fylgja götuvitunum skilyrð
islaust. Undan því voru þó þegn
ir slökkviliðsbílar, lögreglubílar og
bifhjól. Í Vísi sagði:
„Annars er mikil prýði að ljós
unum, er rökkva tekur, þau setja
nýjan og skemmtilegan svip á
bæinn, og óhætt er að fullyrða, að
menn myndu sakna þeirra, er þau
hyrfu.“ n
Vessa- og hægða-
sprengja í Kirkjuhúsi
G
estum Listahátíðar árið
1998 stóð ekki á sama
þegar brestir komu í gler
listaverk sem innihélt
meðal annars saur, þvag og ann
an líkamlegan úrgang. Verkið,
sem var geymt í Kirkjuhúsinu,
sprakk og loka þurfti búðinni í
marga daga.
„Þetta var flaska sem sat í
svampi. Það var verið að færa
verkið til þegar það skemmdist,“
sagði Jón Proppé, ritstjóri Art.
is, í samtali við DV 9. júní árið
1998. „Það segir sig auðvitað
sjálft að ef svona flaska opnast
kemur fýla. Ég held samt að all
ir starfsmenn Kirkjuhússins séu
nokkuð heilir.“
Umrætt verk hét „Tikk Takk“
og var eftir listaparið Ólaf Árna
Ólafsson og Libiu Perez de Siles
de Castro. Sýningin bar heitið
„Flögð undir fögru skinni“ og
var í Nýlistasafninu og fjórtán
verslunargluggum á Laugaveg
inum. Ólafur og Libia voru bú
sett í Hollandi og fluttu verkið
sérstaklega til landsins fyrir sýn
inguna.
Biskup beðinn afsökunar
Verkið var gert úr öllum hugsan
legum mannlegum vessum
og úrgangi, svo sem hægðum,
hlandi, blóði, tíðablóði, tárum,
svita og hori og geymt í tíu lítra
formalínskrukku. Áhorfend
ur og starfsmenn Kirkjuhússins
hafa þó kannski ekki áttað sig á
úr hverju verkið var því það var
ekki auglýst sérstaklega. Fýlan,
þegar flaskan sprakk eftir viku
setu í Kirkjuhúsinu, leyndi sér
þó ekki.
„Hvað eruð þið búin að láta
okkur fá?“ spurði yfirmaður
Kirkjuhússins, Hannes Sigurðs
son, sem sá um sýninguna.
Hafði starfsfólk þar talið að hinn
mannlegi úrgangur væri rusl en
ekki vessar og hægðir. Hannes
mætti á svæðið og sagði Frétta
blaðinu frá því:
„Ég kom þarna inn og hef
aldrei á ævi minni fundið aðra
eins lykt og þá sem steig upp
eftir allri byggingunni og upp í
biskupsstofu. Þetta var lykt frá
helvíti.“
Það þurfti að kalla til
hreinsiteymi í sérstökum bún
ingum til að þrífa óþverrann
upp og loka þurfti búðinni í
viku. Hannes gekk svo á fund
Karls Sigurbjörnssonar biskups
með blómvönd og gjöf og baðst
innilegrar afsökunar. n
Kvisthagi 25, Alþýðublaðið 8. janúar 1967
DV 11. maí 1988