Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 52
52 21. september 2018 N óbelsverðlaunahafinn Al­ bert Einstein er þekkt­ astur fyrir áhrif sín á eðlis­ fræðina og vísindin öll. Nafn hans er orðinn samnefnari fyrir gáfur. Einstein átti tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, þá Hans og Eduard. Það var ekki fyrr en rúmum þrjátíu árum eft­ ir dauða hans að uppgötvaðist að hann átti þriðja barnið, stúlkuna Lísu sem enginn veit hvað varð af. Fór úr háskóla til að eignast barn Albert Einstein kynntist fyrri eiginkonu sinni, Milevu Maric, árið 1896 í tækniháskólanum í Zurich í Sviss. Þau voru þá bæði að afla sér réttinda til að kenna stærðfræði og eðlisfræði. Mileva var serbnesk að uppruna og augljóslega bráðgáfuð því fáum konum var hleypt inn í háskól­ ana á þessum tíma. Þau námu saman í skólanum um nokkurra ára skeið, urðu góðir vinir og loks elskendur en hún var fjór­ um árum eldri en hann. Árið 1901 varð Mileva þunguð eftir Einstein en þau voru þá enn ógift. Á þeim tíma þótti það mik­ il skömm að eignast barn utan hjónabands og þungunin hafði mikil áhrif á Milevu. Hún náði ekki nógu góðum einkunn­ um til að halda náminu áfram og ákvað að fara heim, til borg­ arinnar Novi Sad í Austurrísk­ ungverska keisaradæminu, og eignast barnið. Tveimur árum síðar var Mileva komin aftur til Sviss án barnsins. Þau Albert giftu sig og fluttu til höfuðborgarinnar Bern. Í maí árið 1904 eignuðust þau Hans og sex árum síðar Eduard. Árið 1914 fluttu þau til Berlínar en Mileva fór frá Albert, aftur til Zurich, eftir að hún komst að því að hann var ástfanginn af frænku sinni Elsu Löwenthal. Árið 1919 gekk skilnaðurinn í gegn og Albert giftist Elsu það sama ár. Þegar Albert hlaut nóbels­ verðlaunin fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar árið 1921 tók hann aðeins medalíuna en Mileva fékk peningaverðlaunin. Þau átti að nýta til að framfleyta Hans og Eduard enda voru þeir hans einu afkomendur. Eða hvað? „Er hún heilbrigð?“ Mileva lést árið 1948 og Albert 1955 en lengi vissi enginn af fyrsta barninu sem Mileva ól í Novi Sad. Árið 1986 fundust sendibréf á milli Alberts og Milevu frá 1901 og 1902 í fórum Evelyn, elstu dóttur Hans. Í bréfunum skrifuðu þau um barnið sem var á leiðinni. Albert kallaði það Hans (eða Hansel) því hann vildi eignast son en Mileva kallaði barnið Lísu (Lieserl) því hún vildi eignast dóttur. Út frá þessum bréfaskriftum var hægt að sjá að Mileva hefur eignast dóttur í upphafi árs 1902. Þann 4. febrúar skrifaði Albert: „Nú sérðu loksins að þetta er Lísa, alveg eins og þú vildir. Er hún heilbrigð og grætur hún eins og börn eiga að gera? Ég elska hana svo mikið jafn­ vel þó að ég hafi aldrei hitt hana.“ Síðasta bréfið þar sem Lísa er nefnd er frá september þetta sama ár. Þá hafði Albert áhyggj­ ur af því að hún væri með skar­ latssótt. Einnig spurði hann hvort dóttirin væri „skráð“ og sagði að þau mættu ekki „gera neitt sem gæti valdi henni vandræðum síðar meir.“ Hvað þetta þýddi nákvæm­ lega er óljóst en eins og áður segir kom Mileva ein til Zurich árið sem þau giftust. Albert sagði fjölskyldu sinni aldrei frá Lísu. Var Lísa ættleidd? Ýmsar kenningar eru til um afdrif Lísu litlu og hafa heilu bækurnar verið ritaðar um þær. Flestir telja að Lisa hafi látist úr skarlatssótt. Sumir telja að Mileva hafi gefið hana til ættleiðingar, annað­ hvort til ættingja sinna eða annarra. Sagnfræðingurinn Ro­ bert Schulmann kom fram með þá kenningu að Mileva hefði gefið vinkonu sinni, Helene Savic, dótturina og hefði hún þá fengið nafnið Zorka eða Zora Savic. Óvíst er hvort stúlkan hafi nokkru sinni verið skírð Líeserl. Zorka Savic var blind og ekki dóttir Helene. Hún giftist aldrei og fjölskylda hennar varði hana fyrir nærgöngulum blaðamönn­ um þegar kenningin fór að vinda upp á sig. Frændfólk hennar hélt því statt og stöðugt fram að hún væri ekki dóttir Einsteins en hefur aldrei getað sýnt fram á það með neinum gögnum. Sagt er að Zorka hafi látist á tíunda áratug síðustu aldar í Serbíu. n TÍMAVÉLIN Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kennedy var veikur og kvalinn B andaríkjaforsetinn John F. Kennedy er tvímælalaust með þeim myndarlegri í sögunni og sjarminn lak af honum. Hann var slík stjarna að sjálf Marilyn Monroe söng afmælis­ sönginn fyrir hann á 45 ára afmæl­ inu. Í fjölmiðlum var hann sýndur sem boðberi nýrra tíma, ungur og ferskur, heilbrigð Ameríka fram­ tíðarinnar. Í raun og veru var hann einn heilsuveilasti Bandaríkjafor­ seti sögunnar. Fárveikur forseti Það var sagnfræðingurinn Robert Dallek sem rannsakaði lækna­ skýrslur Kennedys frá árunum 1955 til 1963. Árið 2002 gaf hann út skýrslu sem sýndi allt aðra mynd af Kennedy en við erum vön að sjá. Árið síðar gaf Dallek út metsölubók um ævi og heilsu forsetans. Í rann­ sóknum Dalleks kom í ljós að Kenn­ edy var með mjög hátt kólesteról, ristilbólgur og aðra meltingarfæra­ sjúkdóma, hann fékk gigtarköst, hitaköst, niðurgang, þvagfærasýk­ ingar, glímdi við svefnleysi og fékk iðulega stór graftarkýli á líkamann. Kennedy var undir stöðugu eftir liti Janet Travell, læknis Hvíta hússins, og var reglulega spraut­ aður með ótal lyfjakokteilum. En heilsubrestur Kennedys var svo mikill að tveir aðrir læknar voru kallaðir til til að meðhöndla hann. Voru þeir ekki alltaf sammála og samtaka um meðferðir. Aukaverk­ anirnar af lyfjunum gátu valdið dómgreindarbresti, ofvirkni og miklum skapsveiflum. Þegar einn læknanna, George Burkley, tók yfir lyfjagjöfina og hætti að sprauta for­ setann með sterum og amfetamíni virtust ákvarðanir hans verða betri. Sumir vilja þakka farsæla lausn Kúbudeilunnar nefndum Burkley. Ruðningsslys og sjaldgæfur nýrnasjúkdómur Rótin að flestum sjúkdómunum og einkennunum var sjaldgæfur nýrnasjúkdómur sem kallast Addisons. Kennedy var greind­ ur með Addisons aðeins þrítug­ ur, árið 1947, þegar hann var ný­ kjörinn í fulltrúadeild þingsins. Ótengt því var Kennedy einnig haldinn alvarlegum skjald­ kirtilsvandamálum og þjáðist mögulega af sjálfsofnæmi. Það voru ekki aðeins sjúk­ dómar sem hrjáðu Kennedy heldur einnig slys. Í háskóla, árið 1937, lenti Kennedy í ruðnings­ slysi og fékk mikið högg á bakið. Eftir þetta var hann sárkvalinn af bakverkjum. Þegar stríðið braust út og hann vildi þjóna í hernum stóðst hann ekki læknisskoðun. Faðir hans, sem var sendiherra á Bretlandi, kom því hins vegar í kring að sjóherinn tók við hon­ um. En þegar Kennedy bjarg­ aði félaga sínum í árás japanska hersins á Kyrrahafi ágerðust meiðslin enn frekar. Bakverkirn­ ir háðu Kennedy út lífið og voru svo miklir að hann var skorinn upp á mænu vegna þeirra. Hvíta húsið passaði vel upp á að ekki yrði greint frá þessum alvarlegu heilsufarsvandamál­ um forsetans og meðhöndlunin var gerð með mikilli leynd. Eins og flestir vita var Kennedy myrtur þann 22. nóvember árið 1963 í Dallas, aðeins 46 ára gamall.n Kennedy og Krjúsjov 1961 TÝNDA DÓTTIR ALBERTS EINSTEIN Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.