Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 46
46 21. sept 2018LÍFSSTÍLL - KYNLÍF Hæ Ragga Ég er tæplega fimmtugur karl- maður í hjónabandi með nokkrum árum yngri konu. Ólíkt því sem mér virðist normið hef ég aldrei verið konu minni ótrúr. Raunar finnst mér svo algengt að vinir mínir trúi mér fyrir hliðar- sporum, að ég er farinn að halda að ég sé sá óeðlilegi. Í fyrri sam- böndum mínum var ég ekki held- ur ótrúr. Við konan stundum kynlíf einu sinni eða tvisvar í viku. Mér finnst það fínt en hún talar stundum um að við þurfum að taka okkur á og gera það oftar. Ástin milli okkar er mikil, við erum bestu vinir og gerum nánast allt saman. Ég vil gera allt til að henni líði vel og má ekki til þess hugsa að ég fullnægi henni ekki kynferðislega. Upp á síðkastið hef ég spáð í að kannski muni hún leita annað ef ég er ekki nóg fyrir hana, án þess að hafa nokkra ástæðu til að gruna hana um að svíkja mig. Það þarf varla að taka fram að við erum ekki í opnu sambandi eða neitt þannig. Kæra Ragga, hvernig get ég gagnast elsku konunni minni bet- ur? Með kveðju,Jóhannes Kæri Jóhannes Já kannski ertu undantekningin – í það minnsta ertu af sjaldgæfri tegund, svo algengt virðist að fólk gangi á bak orða sinna hvað sam- bandssamninga varðar. Gildir þá einu hvort sambönd eru opin eða harðlokuð og læst – svik eru alltaf svik hvernig svo sem samn- ingar kunna að vera. Húrra fyrir þér og húrra fyrir því að hafa í heiðri tilfinningalega samninga. Spurningin um hversu oft sé passlegt að njóta ásta ber oft á góma. Ég þori næstum að full- yrða að allir sem hafa tekið þátt í langtímaparasamböndum hafa á einhverjum tímapunkti upp- lifað misræmi í kynlöngun sinni og mótaðilans. Að auki er þörf einstaklinga fyrir kynlíf ekki stöðugt fyrirbæri heldur sveiflu- kennt eins og hafið, tunglið og náttúran … þó ekki jafn fyrirsjá- anleg. Þegar tveir einstaklingar ákveða að vera í sambandi hvor með öðrum, og engum öðrum, er þetta eitt af verkefnunum sem þarf að leysa sómasamlega svo öllum líði vel. Samkvæmt rannsóknum stunda hjón þar sem aðilar eru af tveimur kynjum kynlíf saman (ég segi hér saman því kynlíf má líka stunda einn) allt frá því nokkrum sinnum í mánuði upp í nokkrum sinnum í viku. Töl- ur eru svipaðar fyrir karlkyns hjón, en öllu lægri ef báðir aðil- ar hjónabandsins eru kvenkyns. Þú spyrð hvað þú getir gert til að gagnast konunni þinni bet- ur. Ég spyr hvaða sönnunar- gögn þú hefur fyrir því að þú gagnist henni ekki prýðilega? Hana langar oftar í þig, sem er vissulega vísbending um að hún kunni vel við kynlífið sem þið stundið. Ég er viss um að þú getir stutt hana til að fá þá auknu kynferðislegu útrás sem hún þráir, án þess endilega að þú vinnir í því að hífa þína eigin kynlöngun upp á hennar plan. Misræmi verður alltaf til og því þarf að lifa með. Mér finnst að þú ættir frekar að hvetja hana til meira kynlífs með sjálfri sér – SJÁLFSFRÓUNAR! Kannski vill hún leyfa þér að horfa á, jafnvel halda utan um hana á meðan. Þá ertu þátttakandi án þess að vera beinlínis virkur. Auðvitað að því gefnu að þú sért til í það og njótir þess líka. Skrepptu í leikfangaverslun fyrir fullorðna og veldu handa henni fallegan titrara … haltu áfram að vera hugulsamur og ljúfur eiginmað- ur – þannig finnur hún ást þína, og fallega innpakkaður titrari gefur henni rækileg skilaboð um að þú berir hennar kynferð- islegu velferð fyrir brjósti. Gangi þér vel! Ragga Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. raggaeiriks.com raggaeiriks@gmail.com Hversu oft er nógu oft?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.