Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 44
44 SPORT 21. sept 2018 L ítið hefur farið fyrir Arnar Grétarssyni fyrrum þjálf- ari Breiðabliks síðustu mánuði, hann hefur safnað að sér fróðleik og þekkingu. Hann er nú á leið í að mennta sig meira sem þjálfari og er farið að klæja í putt- ana um að komast aft- ur út á völl. Arnar var rúm tvö ár sem þjálf- ari Breiðabliks en var rekinn úr starfi í upp- hafi tímabils í fyrra. Uppsögn Arnars kom nánast öllum á óvart, þarna var gömul hetja mætt aftur til uppeldis- félagsins og hafði unnið gott starf að flestra mati. Hann var í sínu fyrsta starfi í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður og síðan yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge. Arnar byrjaði frábær- lega í starfi, náði að bæta stigamet Breiðabliks í efstu deild árið 2015. Sumarið 2016 var lengi vel gott, liðið barðist á toppi deildarinnar en mistök undir lokin reyndust liðinu dýrkeypt, liðið missti af Evrópusæti. Þar bar Arnar talsverða ábyrgð en ekki síður leikmenn félagsins, það var svo eftir tvo leiki í fyrra sem Arnar var rekinn úr starfi. Hann hefur síðan þá rætt við nokk- ur félög um að koma aftur til starfa, bæði hér heima og ytra en ekki stokkið á það hingað til. Á leið í UEFA Pro Licence ytra Arnar hefur í nokkurn tíma reynt að komast að í UEFA Pro Licence, sem er hæsta menntun sem þjálfar- ar komst í dag, sem að- eins er hægt að taka ytra, nú er komið að því. Hann hefur fengið velvirði fyrir því að taka prófið í Belgíu en skoðar þó aðra kosti. ,,Ég er búinn að vera að bíða í langan tíma eftir því að komast í UEFA Pro Licence, allt frá því að ég kláraði A-stigið hjá KSÍ. Ég hef rætt við yfirmenn fræðslunefndar KSÍ, ég vildi strax komast í þetta. KSÍ hefur bara verið með eitt pláss í þetta í gegnum enska knattspyrnu- sambandið. Ég veit að það erfitt að komast í þetta, ég held veit að þeir séu komnir með fleiri pláss í dag í gegnum Írland og fleiri lönd. Því er Það orðið betra,“ sagði Arnar þegar við ræddum við hann um hvað væri í gangi hjá sér þessa dag- ana. ,,Ég hafði samband við Chris Van Puyvelde yfirmann íþrótta- mála hjá belgíska knattspyrnu- sambandinu hvort ég gæti tek- ið námskeiðið hjá þeim og tók hann strax mjög vel í það, af því fer þetta af stað, það er kom- ið grænt ljós frá þeim, ég var að fylla út formlega umsókn hjá þeim um daginn. Eina sem ég er að skoða hvort það opn- ist dyr á þetta í gegnum annað land. Hjá Belgum þarf maður að mæta á þriggja vikna fresti í 16 mánuði, þeir eru alltaf með allan mánudaginn og hálfan þriðjudaginn, í þriðju hverri viku. Það eru því gríðar- lega mikil ferðalög og flakk, ég ætla að skoða ef það eru aðrir möguleikar í stöðunni. Ef það kemur ekki, þá tek ég þetta. Mér skilst að þeir sem hafi farið til Bretlands, séu að fara fimm eða sex ferðir út í námið. Það munar um það, markmiðið er að klára þetta.“ ,,Ég horfi á þetta sem MBA nám fyrir knattspyrnuþjálf- ara, sama hvað menn gera svo í framhaldinu. Þetta nýtist á fleiri stöðum en þar samt, ég er búinn að vera í fótboltanum frá því að ég man eftir mér. Þetta er stór hluti af manni, þetta rúma ár án fótboltans hefur verið skrýtið. Maður hefur reynt að nýta þann tíma til að bæta við sig þekkingu.“ Heilbrigt að hugsa hugmyndir sínar Frá því að Arnar missti starfið í Kópavogi hefur hann reynt að bæta við sig þekkingu, hann segir að það geti verið hollt að líta aðeins í eigin barm i svona stöðu. ,,Það sem gerist þegar menn eru reknir, þeir fara að hugsa hlutina alla upp á nýtt. Menn setjast niður og setja spurningarmerki við það sem þeir voru að gera, hvað gerði ég rangt? Get ég, gert eitthvað bet- ur. Það er bara heilbrigt, svona gera menn yfirleitt ekki nema að þeir lenda í svona mótlæti. Ég hef verið að panta mér bæk- ur og lesa mér til gagns, það nýt- ist mér vonandi í framtíðinni. Manni er í raun farið að klæja í puttana að komast út á völl. Þegar þú ert þjálfari, þá sérðu eitthvað sem þú ert að búa til, þú sérð afraksturinn. Maður er með ákveðna hugmyndafræði, hvernig maður vill að leikurinn verði spilaður. Ég hef reynt að nýta mér þennan tíma vel.“ Tók fram skóna í sumar Þetta rúma ár sem Arnar hefur verið frá þjálfun er í raun í fyrsta sinn frá því að hann hóf að leika knattspyrnu sem ungur drengur, þar sem hann er ekki í fótboltanum. Það breyttist þó um mitt sumar þegar hann tók fram skóna, hann lék með Álftanesi í fjórðu deildinni. Liðið var mjög nálægt því að komast upp um deild. ,,Ég man bara eftir mér í fótbolta, það var skrýtið að vera ekki í neinu í eitt ár. Marel Baldvinsson (Þjálfari Álftanes) bjargaði sál- inni, ég hjálpaði þeim reyndar ekki mikið. Ég fékk mjög mikið út úr því, þetta er flottur hóp- ur. Að koma þangað sem leik- maður, var mjög gaman, reynd- ar hundgamall. Ég gat nánast verið afi sumra leikmanna. Það var rosalega gaman að taka þátt í því.“ Byrjaður að sakna þess að þjálfa Arnar segir að markmið sitt sé klárt, honum langi aftur út í þjálfun. ,,Fótboltinn hefur verið stórt partur af lífinu, ég held að allir þeir sem hafi spilað fótbolta kvitti undir það, að það er skrýtið að hætta að spila fótbolta. Það er erfitt að hætta spila, ég hef alltaf sagt við menn að spila eins lengi og þeir geta. Sama er svo með þjálfunina, ég finn það að mað- ur er byrjaður að sakna þess. Fara ekki inn í klefa og reyna að búa til hluti. Það er best í heimi að spila fótbolta, þjálfunin kem- ur þar á eftir. Þú ert með í allri stemmingunni í kringum þetta, allt í kringum fótbolta er í blóð- inu manns.“ Skoðar þau tilboð sem koma Arnar ætlar að vera með opinn huga og skoða það sem kemur á borð sitt. ,,Ég skoða allt sem kemur á borðið hjá mér, það er ýmislegt sem kemur til greina hjá manni. Auðvitað er það þannig í fótbolta, að allir sem taka þátt í leiknum vilja vera í Pepsi deildinni hér heima. Vera með lið sem gerir tilkall til þess að gera eitthvað. Svo verður bara að koma í ljós hvað verður í boði.“ n ARNAR GRÉTARSSON ER FARIÐ AÐ KLÆJA Í PUTTANA „Það sem gerist þegar menn eru reknir er að þeir fara að hugsa hlutina alla upp á nýtt Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is n Á leið í frekara nám sem þjálfari n Náði góðum árangri í sínu fyrsta starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.